Birgir og Axel spila til úrslita Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 10:42 Axel og Birgir Leifur fagna á hringnum í morgun Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson munu spila til úrslita í fjórbolta á EM í golfi eftir sigur á Spánverjum í undanúrslitunum. Axel og Birgir Leifur unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum í vikunni. Þeir mættu Santiago Ben Tarrio og David Borda frá Spáni í dag. Íslendingarnir byrjuðu mjög vel og voru með fjögurra holu forystu þegar 10 holur voru búnar. Sjálfstraustið greinilega í botni eftir frábæra spilamennsku í vikunni og gullverðlauninn í blönduðu liðakeppninni í gær. Spánverjarnir náðu aðeins að saxa á þá á næstu holum en ekki gekk þeim betur en svo að eftir 15 holur voru Axel og Birgir með þriggja holu forskot. Borda og Ben Tarrio unnu hins vegar 16. holuna og frestuðu fögnuði Íslendinganna aðeins. Jafnt var á sautjándu holu og niðurstaðan því 2&1 sigur Birgis og Axels. Úrslitaleikurinn hefst eftir hádegi, klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar því jafnara var með liðunum í hinum undanúrslitaleiknum og keppnin þar enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð. Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson munu spila til úrslita í fjórbolta á EM í golfi eftir sigur á Spánverjum í undanúrslitunum. Axel og Birgir Leifur unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum í vikunni. Þeir mættu Santiago Ben Tarrio og David Borda frá Spáni í dag. Íslendingarnir byrjuðu mjög vel og voru með fjögurra holu forystu þegar 10 holur voru búnar. Sjálfstraustið greinilega í botni eftir frábæra spilamennsku í vikunni og gullverðlauninn í blönduðu liðakeppninni í gær. Spánverjarnir náðu aðeins að saxa á þá á næstu holum en ekki gekk þeim betur en svo að eftir 15 holur voru Axel og Birgir með þriggja holu forskot. Borda og Ben Tarrio unnu hins vegar 16. holuna og frestuðu fögnuði Íslendinganna aðeins. Jafnt var á sautjándu holu og niðurstaðan því 2&1 sigur Birgis og Axels. Úrslitaleikurinn hefst eftir hádegi, klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar því jafnara var með liðunum í hinum undanúrslitaleiknum og keppnin þar enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð.
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira