Ísland varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golf í dag. Nýkrýndir Evrópumeistarar Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson geta bætt öðru gulli við á morgun.
Þeir leika til undanúrslita í liðakeppni í fjórbolta í fyrramálið en í dag var leikið í fjórmenningi í blandaðri liðakeppni í höggleik.
„Við eigum góða möguleika á því að bæta við öðru gulli á morgun. Afhverju ekki? Við erum fullir sjálfstrausts,“ er haft eftir Birgi í fréttatilkynningu um úrslit dagsins.
Axel og Birgir Leifur spiluðu með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur í dag og léku þau öll á alls oddi.
„Golf er alltaf að stækka á Íslandi. Þetta er kannski ekki stærsta atvinnumannaíþróttin okkar en golf er sú íþrótt sem flestir stunda,“ sagði Axel Bóasson.
Undanúrslitaleikur Axels og Birgis hefst klukkan 7 að íslenskum tíma í fyrramálið. Úrslitaleikurinn og leikurinn um bronsið fara fram eftir hádegi á morgun.
Birgir Leifur fullur sjáfstrausts: „Getum bætt við öðru gulli á morgun“

Tengdar fréttir

Íslenska liðið Evrópumeistari í golfi
Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag.