Axel og Birgir Leifur í undanúrslit eftir þriðja sigurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 13:57 Birgir Leifur og Axel eru óstöðvandi í Skotlandi Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leika til undanúrslita á EM í golfi eftir sigur á Norðmönnum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Jarand Ekeland Arnoy og Kristian Krogh Johannessen höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa líkt og Axel og Birgir Leifur. Aðeins efsta lið riðilsins komst áfram í undanúrslit og því um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikurinn var nokkuð jafn en Axel og Birgir Leifur voru þó með einnar eða tveggja holu forystu framan af. Eftir að hafa verið jafnir í kringum miðbik hringsins voru Axel og Birgir komnir aftur í eins holu forystu eftir 16. holu, þegar aðeins tvær holur voru eftir. Jafnt var með liðunum á 17. holu og því áfram eins holu forskot fyrir loka holuna. Axel og Birgir Leifur gerðu sér lítið fyrir og unnu lokaholuna og því leikinn í heild sinni með tveimur holum. Þeir leika því til undanúrslita á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir eins og er hverjum þeir mæta þar. Birgir Leifur og Axel Bóasson leika í undanúrslitum á meistaramóti Evrópu í liðakeppni atvinnukylfinga. Sterkt lið sem vanna alla þrjá leikina í riðlakeppinnni. pic.twitter.com/HCgSdILXBI — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 10, 2018 Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leika til undanúrslita á EM í golfi eftir sigur á Norðmönnum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Jarand Ekeland Arnoy og Kristian Krogh Johannessen höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa líkt og Axel og Birgir Leifur. Aðeins efsta lið riðilsins komst áfram í undanúrslit og því um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikurinn var nokkuð jafn en Axel og Birgir Leifur voru þó með einnar eða tveggja holu forystu framan af. Eftir að hafa verið jafnir í kringum miðbik hringsins voru Axel og Birgir komnir aftur í eins holu forystu eftir 16. holu, þegar aðeins tvær holur voru eftir. Jafnt var með liðunum á 17. holu og því áfram eins holu forskot fyrir loka holuna. Axel og Birgir Leifur gerðu sér lítið fyrir og unnu lokaholuna og því leikinn í heild sinni með tveimur holum. Þeir leika því til undanúrslita á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir eins og er hverjum þeir mæta þar. Birgir Leifur og Axel Bóasson leika í undanúrslitum á meistaramóti Evrópu í liðakeppni atvinnukylfinga. Sterkt lið sem vanna alla þrjá leikina í riðlakeppinnni. pic.twitter.com/HCgSdILXBI — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 10, 2018
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira