Stjarnan og Valur skildu jöfn 1-1 í toppbaráttuslag í Pepsi-deild karla en mark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni.
Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir á þrettándu mínútu en eftir darraðadans í teignum barst boltinn til Kristins sem hamraði boltann í netið.
Staðan var ekki lengi 1-0 því á 35. mínútu jafnaði Eyjólfur Héðinsson með stórbrotnu marki. Hann þrumaði boltanum laglega í fjærhornið og staðan 1-1 í hálfleik.
Þrátt fyrir nokkur ágætis færi í síðari hálfleiknum þá náði hvorugt liðið að að koma inn marki. Lokatölur því stórmeistarajafntefli, 1-1.
Valur er því enn á toppnum með 39 stig og Stjarnan er sæti neðar með 36 stig. Fjórir leikir eru eftir af Íslandsmótinu.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Sjáðu stórbrotið mark Eyjólfs í toppslagnum
Tengdar fréttir

Rúnar Páll: Nóg af leikjum eftir
Rúnar Páll var brattur í leikslok þrátt fyrir 1-1 jafntefli gegn Val.