Úrslitaleikur Mjólkurbikar karla í fótbolta verður spilaður á nýjum tíma í ár eða að kvöldi laugardagsins 15.september næstkomandi.
Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að leiknum hafi verið seinkað.
Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Stjörnunnar í Mjólkurbikarkeppni karla hefur verið færður frá klukkan 17.00 til 19.15 að ósk félaganna tveggja sem leika til úrslita.
Leikurinn fer því fram laugardagskvöldið 15.september klukkan 19:15. Liðin eru bæði í toppbaráttu í Pepsideildinni og er von á spennandi leik.

