Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 20:45 Yndisleg ofnbökuð bleikja. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Eva Laufey. Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati 4 flök bleikja 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör Salt og pipar 6-8 msk Teriyaki sósa 1 hvítlauksrif 2 stilkar vorlaukur 6 msk hreinn fetaostur Ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel af sósunni á fiskinn. Sáldrið ristuðum sesamfræjum yfir fiskinn og eldið í ofn við 180°C í 8 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn er frábært að mylja vel af fetaosti yfir og bera hann síðan fram með gómsætu hrásalati. Hrásalat ½ höfuð Hvítkál ½ höfuð Rauðkál 4 gulrætur 4 radísur Handfylli kóríander Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt eða notið matvinnsluvél til þess að rífa hráefnin mjög smátt. Kreistið appelsínusafa og rífið niður kóríander yfir salatið í lokin. Bleikja Eva Laufey Salat Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Eva Laufey. Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati 4 flök bleikja 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör Salt og pipar 6-8 msk Teriyaki sósa 1 hvítlauksrif 2 stilkar vorlaukur 6 msk hreinn fetaostur Ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel af sósunni á fiskinn. Sáldrið ristuðum sesamfræjum yfir fiskinn og eldið í ofn við 180°C í 8 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn er frábært að mylja vel af fetaosti yfir og bera hann síðan fram með gómsætu hrásalati. Hrásalat ½ höfuð Hvítkál ½ höfuð Rauðkál 4 gulrætur 4 radísur Handfylli kóríander Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt eða notið matvinnsluvél til þess að rífa hráefnin mjög smátt. Kreistið appelsínusafa og rífið niður kóríander yfir salatið í lokin.
Bleikja Eva Laufey Salat Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið