Kvöldið þegar danskur bakvörður kom Valsmönnum til bjargar í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 15:45 Andreas Albech fagnar sigurmarki sínu. Mynd/S2 Sport Stjarnan og Valur hafa spilað margra flotta fótboltaleiki á síðustu árum og einn sá eftirminnilegri er frá 11. september 2016. Liðin mætast í Garðabænum í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildar karla og hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 2018. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hörður Magnússon og félagar í Pepsimörkunum verða með upphitun fyrir leik og gera hann síðan upp eftir hann. Á svipuðum tíma fyrir tveimur árum mættust liðin á sama stað en þá í 18. umferðinni. Leikurinn í kvöld er frestaður leikur frá því úr 15. umferð. Hetja Valsmanna í leik liðanna fyrir 717 dögum var danski bakvörðurinn Andreas Albech. Andreas Albech lék bara fjórtán leiki í deild og bikar á Íslandi og skoraði bara tvö mörk í þeim. Bæði mörkin hans komu hins vegar á síðustu ellefu mínútunum í leik Stjörnunnar og Vals 11. september 2016. Stjörnumenn höfðu komist í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Ævars Inga Jóhannessonar og Hilmars Árna Halldórssonar en Sigurður Egill Lárusson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Þannig var líka staðan þegar að Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið á 75. mínútu. Fjórum mínútum síðar hófust hetjudáðir danska bakvarðarins. Andreas Albech jafnaði metin á 79. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Andra Adolphssonar og skoraði síðan sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótartíma eftir veggspil við landa sinn Rolf Glavind Toft.Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum eftirminnilega leik.Mynd/S2 SportMynd/S2 SportMynd/S2 Sport Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hafa alltaf unnið í Garðabænum síðan Ólafur tók við Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, Stjarnan og Valur, mætast á Samsung-vellinum í kvöld. Valsmenn eru með þriggja stiga forskot á Stjörnumenn og stíga stórt skref í áttina að því að verja Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Vinni Garðbæingar tylla þeir sér hins vegar á topp deildarinnar. 29. ágúst 2018 10:00 Hafa komist yfir í fimm leikjum á móti Val frá 2015 en aðeins unnið einu sinni Stjörnumönnum hefur gengið illa að halda forystu í leikjum sínum á móti Val undanfarin ár. Nú mætast þau í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn. 29. ágúst 2018 12:30 Upphitun fyrir stórleikinn í kvöld: „Það stærsta sem gerist á Íslandi“ Það er stórleikur í Pepsi-deild karla í kvöld er Stjarnan og Valur mætast í toppslag. Valur er með 38 stig á toppnum en Stjarnan er sæti neðar með 35 stig. 29. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Stjarnan og Valur hafa spilað margra flotta fótboltaleiki á síðustu árum og einn sá eftirminnilegri er frá 11. september 2016. Liðin mætast í Garðabænum í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildar karla og hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 2018. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hörður Magnússon og félagar í Pepsimörkunum verða með upphitun fyrir leik og gera hann síðan upp eftir hann. Á svipuðum tíma fyrir tveimur árum mættust liðin á sama stað en þá í 18. umferðinni. Leikurinn í kvöld er frestaður leikur frá því úr 15. umferð. Hetja Valsmanna í leik liðanna fyrir 717 dögum var danski bakvörðurinn Andreas Albech. Andreas Albech lék bara fjórtán leiki í deild og bikar á Íslandi og skoraði bara tvö mörk í þeim. Bæði mörkin hans komu hins vegar á síðustu ellefu mínútunum í leik Stjörnunnar og Vals 11. september 2016. Stjörnumenn höfðu komist í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Ævars Inga Jóhannessonar og Hilmars Árna Halldórssonar en Sigurður Egill Lárusson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Þannig var líka staðan þegar að Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið á 75. mínútu. Fjórum mínútum síðar hófust hetjudáðir danska bakvarðarins. Andreas Albech jafnaði metin á 79. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Andra Adolphssonar og skoraði síðan sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótartíma eftir veggspil við landa sinn Rolf Glavind Toft.Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum eftirminnilega leik.Mynd/S2 SportMynd/S2 SportMynd/S2 Sport
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hafa alltaf unnið í Garðabænum síðan Ólafur tók við Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, Stjarnan og Valur, mætast á Samsung-vellinum í kvöld. Valsmenn eru með þriggja stiga forskot á Stjörnumenn og stíga stórt skref í áttina að því að verja Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Vinni Garðbæingar tylla þeir sér hins vegar á topp deildarinnar. 29. ágúst 2018 10:00 Hafa komist yfir í fimm leikjum á móti Val frá 2015 en aðeins unnið einu sinni Stjörnumönnum hefur gengið illa að halda forystu í leikjum sínum á móti Val undanfarin ár. Nú mætast þau í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn. 29. ágúst 2018 12:30 Upphitun fyrir stórleikinn í kvöld: „Það stærsta sem gerist á Íslandi“ Það er stórleikur í Pepsi-deild karla í kvöld er Stjarnan og Valur mætast í toppslag. Valur er með 38 stig á toppnum en Stjarnan er sæti neðar með 35 stig. 29. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Hafa alltaf unnið í Garðabænum síðan Ólafur tók við Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, Stjarnan og Valur, mætast á Samsung-vellinum í kvöld. Valsmenn eru með þriggja stiga forskot á Stjörnumenn og stíga stórt skref í áttina að því að verja Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Vinni Garðbæingar tylla þeir sér hins vegar á topp deildarinnar. 29. ágúst 2018 10:00
Hafa komist yfir í fimm leikjum á móti Val frá 2015 en aðeins unnið einu sinni Stjörnumönnum hefur gengið illa að halda forystu í leikjum sínum á móti Val undanfarin ár. Nú mætast þau í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn. 29. ágúst 2018 12:30
Upphitun fyrir stórleikinn í kvöld: „Það stærsta sem gerist á Íslandi“ Það er stórleikur í Pepsi-deild karla í kvöld er Stjarnan og Valur mætast í toppslag. Valur er með 38 stig á toppnum en Stjarnan er sæti neðar með 35 stig. 29. ágúst 2018 07:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki