Fyrirtækið sem átti að bjarga ímynd Sigmundar gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 09:58 Almannatengilinn Viðar Garðasson rak Forystu ehf. Vísir/valli Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga. Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02
Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30