11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Karl Lúðviksson skrifar 27. ágúst 2018 10:00 Cesary með stóra urriðann Mynd: Veiðikortið Þingvallavatn hefur verið að gefa mjög góða bleikjuveiði í sumar en þó svo það sé að líða að lokum veiðitímans í vatninu er langt frá því að vera lítil veiðivon. Við höfum verið að fá fréttir að veiðimenn hafi verið varir við urriða í þjóðgarðinum og að hann hafi verið að sýna sig mikið á nokkrum stöðum. Frá Veiðikortinu höfum við heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið. Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. Það er nefnilega þannig með urriðann að það er langbest að veiða hann í í ljósaskiptunum og fram í myrkur. Veiðimenn sem ætla sér að láta reyna á urriðann stóra sem virðist vera að taka núna eru beðnir um að sleppa stóra fiskinum. Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði
Þingvallavatn hefur verið að gefa mjög góða bleikjuveiði í sumar en þó svo það sé að líða að lokum veiðitímans í vatninu er langt frá því að vera lítil veiðivon. Við höfum verið að fá fréttir að veiðimenn hafi verið varir við urriða í þjóðgarðinum og að hann hafi verið að sýna sig mikið á nokkrum stöðum. Frá Veiðikortinu höfum við heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið. Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. Það er nefnilega þannig með urriðann að það er langbest að veiða hann í í ljósaskiptunum og fram í myrkur. Veiðimenn sem ætla sér að láta reyna á urriðann stóra sem virðist vera að taka núna eru beðnir um að sleppa stóra fiskinum.
Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði