Golf

Gallalaus hringur hjá Tiger

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær.
Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær. Vísir/Getty
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau er með fjögurra högga forystu á Northern Trust mótinu, fyrsta mótinu í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi.

DeChambeau átti frábæran þriðja hring í gær og fór á átta höggum undir pari, sem skilaði honum samtals á 16 högg undir pari í mótinu.







Samlandi hans Keegan Bradley átti enn betri dag í gær, hann fór hringinn á níu höggum undir pari, og hoppaði upp í annað sætið eftir að hafa byrjað hringinn í 32. sæti.

Bradley gerði engin mistök á hringnum í dag og var skollalaus, fékk níu fugla og níu pör. Tiger Woods átti einnig skollalausan hring. Hann nældi sér í þrjá fugla, fór hringinn á þremur höggum undir pari og er jafn í 49. sæti.

Brooks Koepka var í forystu eftir fyrstu tvo dagana. Hann náði sér ekki á strik í dag, lék á einu höggi yfir pari og er fallinn niður í sjöunda sæti.

Lokahringur mótsins er leikinn í dag og verður sýnt beint frá honum á Golfstöðinni frá klukkan 16:00.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×