Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Guðrún Brá Bjögvinsdóttir, GK, eru á toppnum eftir annan keppnishring á Securitasmótinu sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni.
Guðmundur Ágúst gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet en hann spilaði á 63 höggum. Hann lét á átta höggum undir pari og er því samtals á tólf höggum undir pari.
Hann er fimm höggum á undan Axel Bóassyni sem kláraði aðeins á undan Guðmundi í dag. Axel spilaði þá á 65 höggum og átti vallarmetið um stund, rétt áður en Guðmundur kláraði átjándu.
Í kvennaflokki er Guðrún Brá Björgvinsdóttir komin á toppinn. Hún var sjö höggum á eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur en er nú höggi á undan Helgu fyrir síðustu tvo hringina.
Alla stöðuna í mótinu má sjá hér.
Guðmundur sló vallarmet og leiðir í Grafarholti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn