Óli Kristjáns í Pepsimörkunum: „FH verður áfram til þó það nái ekki Evrópu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 13:30 FH-ingar fagna marki gegn Fylki á sunnudaginn vísir/bára Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki