Guðmundur Karl var í kvöld hetja Fjölnis er hann jafnaði metin á lokasekúndum leiksins gegn Víkingum í Pepsi deild karla en leikurinn endaði 2-2.
Þrátt fyrir jöfnunarmarkið var ekki bjart yfir Guðmundi en Fjölnir hefði þurft á sigri að halda í kvöld.
„Úr því sem komið var þá var fínt að fá stig og höldum Víkingum allavega í augsýn. Hefði auðvitað verið mjög slæmt að tapa þessum leik,“ sagði Guðmundur sem segir það pirrandi að hafa ekki klárað leikinn með sigri.
„Mér fannst við vera góðir í fyrri hálfleik og áttum að nýta færin okkar betur til að gera út um leikinn. Svo fáum við þetta víti líka en Víkingar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn.
„Pirrandi að fylgja ekki eftir góðri spilamennskunni í fyrri hálfleik eftir í þeim seinni,“ sagði Guðmundur en í stöðunni 1-1 fékk Fjölnir vítaspyrnu sem Andreas Larsen varði vel frá Þóri Guðjónssyni.
Hann viðurkennir fúslega að ástandið sé slæmt en nú þegar fimm leikir eru eftir á Fjölnir eftir að mæta þremur efstu liðunum ásamt Grindavík og Fylki á útivelli. Gífurlega erfitt verkefni svo ekki sé meira sagt.
„Þetta er mjög slæmt ástand og alls ekki bjart yfir þessu. Verðum að reyna að hafa trú á þessu og sækja einhverja punkta og vonast eftir hagstæðum úrslitum. Það er eina sem við getum gert núna,“ sagði Guðmundur og hélt áfram.
„Það er allavega enginn að fara að gera þetta fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á verkefninu og vilja þetta. Ef við hefðum viljað þetta aðeins meira í kvöld þá hefðum við kannski unnið þennan leik,“ sagði Guðmundur.
Stigið lyfti liðinu upp úr fallsæti en eins og staðan er þá er liðið með 16 stig, jafnmörg og Fylkir sem situr nú í 11. sæti
Guðmundur Karl: Mjög slæmt ástand
Þór Símon skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
