Svekktur og sáttur á sama tíma Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins. mynd/heimasíða ehf Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leikmenn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjölmörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismaður væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn.Heimir Ríkarðsson þjálfari (t.h.) hefur starfað í kringum yngri landslið Ísland í rúm 30 ár en Andrés Kristjánsson (t.v.) fór á sitt fyrsta stórmót sem sjúkraþjálfari með A landsliði karla á HM í Sviss árið 1986.HSÍ„Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðsheildin var algerlega frábær. Varnarmennirnir okkar þrír í miðri vörninni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn var frábær á mótinu og sóknarleikurinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís-deildinni,“ sagði Heimir um framhaldið hjá lærisveinum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leikmenn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjölmörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismaður væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn.Heimir Ríkarðsson þjálfari (t.h.) hefur starfað í kringum yngri landslið Ísland í rúm 30 ár en Andrés Kristjánsson (t.v.) fór á sitt fyrsta stórmót sem sjúkraþjálfari með A landsliði karla á HM í Sviss árið 1986.HSÍ„Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðsheildin var algerlega frábær. Varnarmennirnir okkar þrír í miðri vörninni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn var frábær á mótinu og sóknarleikurinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís-deildinni,“ sagði Heimir um framhaldið hjá lærisveinum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn