Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er líklega úr leik á Cambia Portland-meistaramótinu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Ólafía Þórunn var í ágætum málum eftir fyrri daginn og fékk par á fyrstu fjórum holunum í dag en á fimmtu fékk hún tvöfaldan skolla.
Hún náði að bæta það upp með fuglum á níundu og tíundu og var því komið aftur á parið. Hún fékk svo skolla á sautjándu og fugl á átjándu og endaði því á parinu.
Ólafía spilaði einnig á parinu í gær og þegar þetta er skrifað er hún tveimur höggum frá niðurskurðinum.
Ekki hafa allir kylfingar klárað annan hringinn og lifir því Ólafía enn í voninni um að niðurskurðinn færist neðar en ljóst er að mikið þarf að gerast fari hún áfram.
Ólafía aftur á parinu og er tveimur höggum frá niðurskurðinum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

