Föstudagsplaylisti Sóleyjar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 31. ágúst 2018 10:15 Sóley Stefánsdóttir hljóðskáld. Fréttablaðið Föstudagslaganna vörður að þessu sinni er Sóley Stefánsdóttir tónlistargúrú. Hún er geysivinsæl tónlistarkona, og á dygga aðdáendur víðs vegar um heim. Hún vinnur nú að nýrri plötu. „Hún átti til að byrja með að vera fyrir harmónikku og rödd en í miðju ferlinu fékk ég óvæntan áhuga á hljóðgervlum og er nú að prófa mig áfram með svoleiðis í bland við harmónikku, mellótron og þeremín,“ segir Sóley um plötuna sem er í vinnslu. „Þessi plata þarf á miklu rými að halda þannig og ég er að reyna að spila bara á hljóðfæri sem ég hef aldrei spilað áður á og þar með sleppa píanóinu eins mikið og ég get.“ Sóley ætlar að halda áfram að semja fram að Airwaves, spila þá alveg glænýtt sett og sjá hvert það leiðir sig. „Planið er svo að taka plötuna upp í janúar einhversstaðar útálandi á tveimur vikum og leyfa því að koma sem kemur. Smá improv. Þetta er alveg ný leið fyrir mig að semja og taka upp, það heldur heilanum virkum að að ögra sér og læra á nýja hluti.“ Þó platan sé ekki tilbúin er Sóley með nokkuð skýra mynd af útkomunni, telur að platan verði „algjörlega súrrealísk blanda af femínisma, ímynduðum hliðarveruleika og svo endalokum heimsins. Einhversskonar Thelma and Louise hitta David Lynch og Stanley Kubrick í kaffi til að diskútera og niðurstaðan er engin, að sjálfsögðu.“ Auk sinnar eigin plötu er hún að klára plötu með Láru Rúnars sem hún pródúserar ásamt Alberti Finnbogasyni og að vinna að tónlist fyrir stuttmyndina Blóðmeri eftir Dominique Gyðu Sigrúnardóttur. Hún spilar hér og þar á næstunni, á Extreme Chill 9. september, og svo eitthvað erlendis í kjölfarið. Spurð út í lagavalið segir hún að listinn sé „bara eitthvað næs í bland við meira næs. Ýmist hip hop í bland við popp, rokk, jazz og tilraunatónlist, allt sem eyrun þurfa á að halda á föstudegi!“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Föstudagslaganna vörður að þessu sinni er Sóley Stefánsdóttir tónlistargúrú. Hún er geysivinsæl tónlistarkona, og á dygga aðdáendur víðs vegar um heim. Hún vinnur nú að nýrri plötu. „Hún átti til að byrja með að vera fyrir harmónikku og rödd en í miðju ferlinu fékk ég óvæntan áhuga á hljóðgervlum og er nú að prófa mig áfram með svoleiðis í bland við harmónikku, mellótron og þeremín,“ segir Sóley um plötuna sem er í vinnslu. „Þessi plata þarf á miklu rými að halda þannig og ég er að reyna að spila bara á hljóðfæri sem ég hef aldrei spilað áður á og þar með sleppa píanóinu eins mikið og ég get.“ Sóley ætlar að halda áfram að semja fram að Airwaves, spila þá alveg glænýtt sett og sjá hvert það leiðir sig. „Planið er svo að taka plötuna upp í janúar einhversstaðar útálandi á tveimur vikum og leyfa því að koma sem kemur. Smá improv. Þetta er alveg ný leið fyrir mig að semja og taka upp, það heldur heilanum virkum að að ögra sér og læra á nýja hluti.“ Þó platan sé ekki tilbúin er Sóley með nokkuð skýra mynd af útkomunni, telur að platan verði „algjörlega súrrealísk blanda af femínisma, ímynduðum hliðarveruleika og svo endalokum heimsins. Einhversskonar Thelma and Louise hitta David Lynch og Stanley Kubrick í kaffi til að diskútera og niðurstaðan er engin, að sjálfsögðu.“ Auk sinnar eigin plötu er hún að klára plötu með Láru Rúnars sem hún pródúserar ásamt Alberti Finnbogasyni og að vinna að tónlist fyrir stuttmyndina Blóðmeri eftir Dominique Gyðu Sigrúnardóttur. Hún spilar hér og þar á næstunni, á Extreme Chill 9. september, og svo eitthvað erlendis í kjölfarið. Spurð út í lagavalið segir hún að listinn sé „bara eitthvað næs í bland við meira næs. Ýmist hip hop í bland við popp, rokk, jazz og tilraunatónlist, allt sem eyrun þurfa á að halda á föstudegi!“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira