Tiger Woods í „Living La Vida Loca“ formi á BMW Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 08:00 Tiger Woods á hringnum í gær. Vísir/Getty Tiger Woods og Rory McIlroy eru efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á BMW Championship mótinu sem er þriðja mótið af fjórum í úrslitakeppni FedEx bikarsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2013 sem Tiger Woods er í forystu eftir fyrsta dag á móti en hann átti frábæran hring í gær. Tiger lék á 62 höggum eða átta höggum undir pari. Þetta er hans besti upphafshringur síðan árið 1999. Þegar Tiger var síðast á -8 eftir fyrstu átján holurnar á PGA-móti þá var vinsælasta lagið í Bandaríkjunum „Living La Vida Loca“ með Ricky Martin.Tiger's back on the prowl He shot a today, his lowest opening round since 1999! (via @PGATOUR)pic.twitter.com/ACKWXCDYg8 — Yahoo Sports (@YahooSports) September 6, 2018 Það er líka hægt að setja þetta í samanburð með því að nefna það að þetta er aðeins í fjórða sinn á sautján mótum Tigers á árinu 2018 þar sem hann er undir parinu eftir fyrsta hring. Það voru einkum fyrri níu holurnar sem kveiktu í þessu hjá honum en Tiger lék þær á aðeins 29 höggum þar sem hann fékk einn örn og fjórar fugla. Tiger var því -6 eftir aðeins níu holur.Tiger Woods is the co-leader of the BMW Championship with Rory McIlroy, marking his first time holding the 1st-round lead (outright or shared) since the 2013 WGC-Cadillac Championship. Woods won that event by 2 strokes. pic.twitter.com/OoQ2vIx5Wl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 6, 2018 Þrátt fyrir þessa stórbrotnu spilamennsku þá er Tiger Woods ekki einn í efsta sætinu því Norður-Írinn Rory McIlroy spilaði hringinn líka á 62 höggum. Xander Schauffele er síðan einu höggi á eftir og Justin Thomas í 4. sætinu tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Um tíma leit meira að segja út að Rory McIlroy ætlaði að gera betur því McIlroy náði meðal annars sex fuglum í röð og komst níu höggum undir par. Rory var alls með tíu fugla á hringnum á móti sjö hjá Tiger en fékk engan örn eins og Tiger og einum fleiri skolla. Hringurinn í gær var besti hringur Tigers síðan að hann lék á 61 höggi á WGC-Bridgestone Invitational mótinu árið 2013. Það er einmitt 79. og síðasta PGA-mótið sem hann vann. Tiger Woods var að nota sinn þriðja pútter í þremur mótum en sá sem hann notaði í gær var Scotty Cameron púttarinn. Hann hefur einmitt unnið 13 af 13 risamótum sínum með honum. Þessi spilamennska boðar líka gott því Tiger hefur unnið síðustu þrjú mót þar sem hann hefur spilað á -8 eða betur á fyrstu átján holunum.Tiger Woods finishes 8-under in the first round at the BMW Championship. He has won the last 3 events when shooting 8-under or better in the first round. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 6, 2018 Þrjátíu efstu kyflingarnir á FedEx stigalistanum að þessu móti loknu fá þáttökurétt á síðasta móti ársins. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á Golfstöðinni í kvöld. Golf Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Tiger Woods og Rory McIlroy eru efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á BMW Championship mótinu sem er þriðja mótið af fjórum í úrslitakeppni FedEx bikarsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2013 sem Tiger Woods er í forystu eftir fyrsta dag á móti en hann átti frábæran hring í gær. Tiger lék á 62 höggum eða átta höggum undir pari. Þetta er hans besti upphafshringur síðan árið 1999. Þegar Tiger var síðast á -8 eftir fyrstu átján holurnar á PGA-móti þá var vinsælasta lagið í Bandaríkjunum „Living La Vida Loca“ með Ricky Martin.Tiger's back on the prowl He shot a today, his lowest opening round since 1999! (via @PGATOUR)pic.twitter.com/ACKWXCDYg8 — Yahoo Sports (@YahooSports) September 6, 2018 Það er líka hægt að setja þetta í samanburð með því að nefna það að þetta er aðeins í fjórða sinn á sautján mótum Tigers á árinu 2018 þar sem hann er undir parinu eftir fyrsta hring. Það voru einkum fyrri níu holurnar sem kveiktu í þessu hjá honum en Tiger lék þær á aðeins 29 höggum þar sem hann fékk einn örn og fjórar fugla. Tiger var því -6 eftir aðeins níu holur.Tiger Woods is the co-leader of the BMW Championship with Rory McIlroy, marking his first time holding the 1st-round lead (outright or shared) since the 2013 WGC-Cadillac Championship. Woods won that event by 2 strokes. pic.twitter.com/OoQ2vIx5Wl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 6, 2018 Þrátt fyrir þessa stórbrotnu spilamennsku þá er Tiger Woods ekki einn í efsta sætinu því Norður-Írinn Rory McIlroy spilaði hringinn líka á 62 höggum. Xander Schauffele er síðan einu höggi á eftir og Justin Thomas í 4. sætinu tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Um tíma leit meira að segja út að Rory McIlroy ætlaði að gera betur því McIlroy náði meðal annars sex fuglum í röð og komst níu höggum undir par. Rory var alls með tíu fugla á hringnum á móti sjö hjá Tiger en fékk engan örn eins og Tiger og einum fleiri skolla. Hringurinn í gær var besti hringur Tigers síðan að hann lék á 61 höggi á WGC-Bridgestone Invitational mótinu árið 2013. Það er einmitt 79. og síðasta PGA-mótið sem hann vann. Tiger Woods var að nota sinn þriðja pútter í þremur mótum en sá sem hann notaði í gær var Scotty Cameron púttarinn. Hann hefur einmitt unnið 13 af 13 risamótum sínum með honum. Þessi spilamennska boðar líka gott því Tiger hefur unnið síðustu þrjú mót þar sem hann hefur spilað á -8 eða betur á fyrstu átján holunum.Tiger Woods finishes 8-under in the first round at the BMW Championship. He has won the last 3 events when shooting 8-under or better in the first round. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 6, 2018 Þrjátíu efstu kyflingarnir á FedEx stigalistanum að þessu móti loknu fá þáttökurétt á síðasta móti ársins. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á Golfstöðinni í kvöld.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira