KR-ingar áttu 233 fleiri heppnaðar sendingar en FH í skellinum í Kaplakrika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 15:00 Davíð Þór Viðarsson í baráttu við KR-inginn Kennie Knak Chopart. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari KR-ingar steinlágu 4-0 á móti FH í 19. umferð Pepsi-deildar karla um síðustu helgi en þeir rústuðu samt FH-liðinu í heppnuðum sendingum í þessum leik. Það er athyglisvert að skoða tölfræði Instat úr þessum leik KR og FH sem kom FH-ingum í rauninni aftur inn í baráttuna um Evrópusæti. FH-liðið jafnaði KR að stigum og minnkaði forskot Vesturbæinga í markatölu um átta mörk. KR-liðið átti meira en tvöfalt fleiri heppnaðar sendingar í leiknum en FH-liðið. 490 af 599 sendingum KR-inga heppnuðust eða 82 prósent. 257 af 352 sendningum FH-liðsins heppnuðust eða 73 prósent. KR var talsvert yfir meðaltali sínu í heppnuðum sendingum í þessum leik (358 heppnaðar sendingar í leik) en FH-ingar voru aftur á móti lang undir sínu meðaltali (442 heppnaðar sendingar í leik). FH-ingar reyndu sem dæmi aðeins fimmtán sendingar inn í vítateig KR í öllum leiknum eða færri en öll hin liðin í nítjándu umferðinni. Aðeins átta þessara sendinga hittu FH-ing. Leikmenn KR reyndu aftur á móti 46 sendingar inn í vítateig í leiknum og 17 þeirra fundu KR-inga. FH-liðið reyndi ennfremur aðeins sex fyrirgjafir í öllum leiknum og aðeins ein þeirra heppnaðist. KR-ingar áttu hins vegar 28 fyrirgjafir í leiknum. KR-ingar voru með boltann í 64 prósent leiktímans eða alls í 34 mínútur og 3 sekúndur. Það er tæpum fimmtán mínútum lengur en FH-liðið sem var með boltann í 19 mínútur og 20 sekúndur. Ekkert lið í þessari nítjándu umferð var skemur með boltann innan síns liðs. Víkingar voru 26 sekúndur lengur með boltann í jafnteflisleik sínum á móti ÍBV. Þessi taktík FH-liðsins að leyfa KR að vera með boltann heppnaðist greinilega fullkomlega því FH-liðið skoraði öll fjögur mörk leiksins og fagnaði mikilvægum sigri.Heppnaðar sendingar í 19. umferð Pepsi-deildar karla:(Tölfræði frá Instat)1. KR 490 2. Fylkir 430 3. Breiðablik 414 4. Valur 405 5. Grindavík 385 6. ÍBV 354 7. Keflavík 301 8. Fjölnir 294 9. KA 29010. FH 257 11. Víkingur 228 12. Stjarnan 212Tími með boltann í 19. umferð Pepsi-deildar karla:(Tölfræði frá Instat)1. KR 34 mínútur og 3 sekúndur 2. Fylkir 32:33 3. Breiðablik 30:53 4. ÍBV 28:51 5. Grindavík 28:03 6. Fjölnir 26:12 7. Valur 26:00 8. KS 22:51 9. Stjarnan 22:35 10. Keflavík 21:02 11. Víkingur 19:4612. FH 19:20Sendingar inn í vítateig mótherjanna í 19. umferð Pepsi-deildar karla:(Tölfræði frá Instat) 1. ÍBV 59 (25 heppnaðar)2. KR 46 (17) 3. Breiðablik 40 (13) 4. Valur 39 (16) 5. Fjölnir 38 (16) 6. Grindavík 37 7. Stjarnan 34 (14) 9. KA 30 (8) 9. Fylkir 29 (18) 10. Keflavík 27 (14) 11. Víkingur 25 (14)12. FH 15 (8) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
KR-ingar steinlágu 4-0 á móti FH í 19. umferð Pepsi-deildar karla um síðustu helgi en þeir rústuðu samt FH-liðinu í heppnuðum sendingum í þessum leik. Það er athyglisvert að skoða tölfræði Instat úr þessum leik KR og FH sem kom FH-ingum í rauninni aftur inn í baráttuna um Evrópusæti. FH-liðið jafnaði KR að stigum og minnkaði forskot Vesturbæinga í markatölu um átta mörk. KR-liðið átti meira en tvöfalt fleiri heppnaðar sendingar í leiknum en FH-liðið. 490 af 599 sendingum KR-inga heppnuðust eða 82 prósent. 257 af 352 sendningum FH-liðsins heppnuðust eða 73 prósent. KR var talsvert yfir meðaltali sínu í heppnuðum sendingum í þessum leik (358 heppnaðar sendingar í leik) en FH-ingar voru aftur á móti lang undir sínu meðaltali (442 heppnaðar sendingar í leik). FH-ingar reyndu sem dæmi aðeins fimmtán sendingar inn í vítateig KR í öllum leiknum eða færri en öll hin liðin í nítjándu umferðinni. Aðeins átta þessara sendinga hittu FH-ing. Leikmenn KR reyndu aftur á móti 46 sendingar inn í vítateig í leiknum og 17 þeirra fundu KR-inga. FH-liðið reyndi ennfremur aðeins sex fyrirgjafir í öllum leiknum og aðeins ein þeirra heppnaðist. KR-ingar áttu hins vegar 28 fyrirgjafir í leiknum. KR-ingar voru með boltann í 64 prósent leiktímans eða alls í 34 mínútur og 3 sekúndur. Það er tæpum fimmtán mínútum lengur en FH-liðið sem var með boltann í 19 mínútur og 20 sekúndur. Ekkert lið í þessari nítjándu umferð var skemur með boltann innan síns liðs. Víkingar voru 26 sekúndur lengur með boltann í jafnteflisleik sínum á móti ÍBV. Þessi taktík FH-liðsins að leyfa KR að vera með boltann heppnaðist greinilega fullkomlega því FH-liðið skoraði öll fjögur mörk leiksins og fagnaði mikilvægum sigri.Heppnaðar sendingar í 19. umferð Pepsi-deildar karla:(Tölfræði frá Instat)1. KR 490 2. Fylkir 430 3. Breiðablik 414 4. Valur 405 5. Grindavík 385 6. ÍBV 354 7. Keflavík 301 8. Fjölnir 294 9. KA 29010. FH 257 11. Víkingur 228 12. Stjarnan 212Tími með boltann í 19. umferð Pepsi-deildar karla:(Tölfræði frá Instat)1. KR 34 mínútur og 3 sekúndur 2. Fylkir 32:33 3. Breiðablik 30:53 4. ÍBV 28:51 5. Grindavík 28:03 6. Fjölnir 26:12 7. Valur 26:00 8. KS 22:51 9. Stjarnan 22:35 10. Keflavík 21:02 11. Víkingur 19:4612. FH 19:20Sendingar inn í vítateig mótherjanna í 19. umferð Pepsi-deildar karla:(Tölfræði frá Instat) 1. ÍBV 59 (25 heppnaðar)2. KR 46 (17) 3. Breiðablik 40 (13) 4. Valur 39 (16) 5. Fjölnir 38 (16) 6. Grindavík 37 7. Stjarnan 34 (14) 9. KA 30 (8) 9. Fylkir 29 (18) 10. Keflavík 27 (14) 11. Víkingur 25 (14)12. FH 15 (8)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira