Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2018 13:00 Fyrsta maðkahollið í Ytri Rangá náði 136 löxum á tveim vöktum Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Eftir ágætt tímabil þar sem flugan var eina vopn veiðimanna hefur maðkinum nú verið hleypt aftur í Ytri Rangá. Veiðin í Ytri hefur eins og annars staðar róast nokkuð þegar liðið er á tímabilið en núna þegar maðkurinn er leyfður aftur hrökkva veiðitölurnar upp aftur og það nokkuð hressilega. Opnunarhollið í maðkveiðinni var til að mynda með 136 laxa á land eftir aðeins tvær vaktir sem gerir um 10-12 laxa á stöng á hverri vakt en auðvitað er veiðinni ekki alveg svona jafnt skipt þar sem sumir veiða meira en aðrir. Heildarveiðin í Ytri Rangá var síðasta miðvikudag 2.774 laxar en veiðin allt tímabilið í fyrra var 7.451 lax svo það er nokkuð útséð að það verður að teljast harla ólíklegt að áin skili neinni tölu nálægt því á þessu tímabili. Hún er að detta yfir 3.000 laxa og þeir sem þekkja hana vel segja að miðað við það magn af laxi sem virðist vera í ánni þá gæti lokatalan verið um 4.500 - 5.000 laxar ef vel veiðist það sem eftir er en veitt er í ánni fram í október. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði
Eftir ágætt tímabil þar sem flugan var eina vopn veiðimanna hefur maðkinum nú verið hleypt aftur í Ytri Rangá. Veiðin í Ytri hefur eins og annars staðar róast nokkuð þegar liðið er á tímabilið en núna þegar maðkurinn er leyfður aftur hrökkva veiðitölurnar upp aftur og það nokkuð hressilega. Opnunarhollið í maðkveiðinni var til að mynda með 136 laxa á land eftir aðeins tvær vaktir sem gerir um 10-12 laxa á stöng á hverri vakt en auðvitað er veiðinni ekki alveg svona jafnt skipt þar sem sumir veiða meira en aðrir. Heildarveiðin í Ytri Rangá var síðasta miðvikudag 2.774 laxar en veiðin allt tímabilið í fyrra var 7.451 lax svo það er nokkuð útséð að það verður að teljast harla ólíklegt að áin skili neinni tölu nálægt því á þessu tímabili. Hún er að detta yfir 3.000 laxa og þeir sem þekkja hana vel segja að miðað við það magn af laxi sem virðist vera í ánni þá gæti lokatalan verið um 4.500 - 5.000 laxar ef vel veiðist það sem eftir er en veitt er í ánni fram í október.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði