Óði vísindamaðurinn vann líka mót númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 08:00 Bryson DeChambeau fagnar sigri, Vísir/Twitter/@PGATOUR Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau vann annað mótið í röð í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi þegar hann tryggði sér í nótt sigur á Dell Technologies Championship mótinu í Norton í Massachusetts fylki. Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir. DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum. Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku..@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.4th career win. 3rd win of the season. 2nd straight win. 1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 201870 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu. Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti). Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti)..@B_DeChambeau just keeps winning. Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018 Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau vann annað mótið í röð í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi þegar hann tryggði sér í nótt sigur á Dell Technologies Championship mótinu í Norton í Massachusetts fylki. Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir. DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum. Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku..@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.4th career win. 3rd win of the season. 2nd straight win. 1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 201870 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu. Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti). Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti)..@B_DeChambeau just keeps winning. Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018
Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira