107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2018 10:00 Nils með 107 sm hrygnuna Laxá í Aðaldal gefur á hverju ári ansi marga stóra laxa og líklega er ekkert veiðisvæði á landinu sem á jafn marga laxa yfir 100 sm eins og Nessvæðið. Einn af þeim sem þekkir þetta svæði eins og lófan á sér er Nils Folmer en hann hefur líklega landað fleiri stórlöxum þarna síðustu ár en nokkur annar veiðimaður. Hann er við veiðar á Nessvæðinu núna og í gær landaði hann átta löxum og þar af einni 107 sm hrygnu sem samkvæmt okkar heimildum er stærsta hrygnan sem hefur veiðst í ánni í sumar. Hún mældist 58 sm í ummáli og líkleg þyngd er um 24-26 pund. Hrygnan tók í Grundarkvísl á Meridian númer 8#. Þrátt fyrir að veiðin í Laxá hafi verið heldur róleg í sumar er besti tíminn fyrir stórlaxana þar að renna upp og eru margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á þennan tíma til að freista þess að komast í 20 punda klúbbinn þar nyrðra. Mest lesið Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Góður endasprettur í Hítará Veiði Mikið af sjóbirting í Varmá Veiði
Laxá í Aðaldal gefur á hverju ári ansi marga stóra laxa og líklega er ekkert veiðisvæði á landinu sem á jafn marga laxa yfir 100 sm eins og Nessvæðið. Einn af þeim sem þekkir þetta svæði eins og lófan á sér er Nils Folmer en hann hefur líklega landað fleiri stórlöxum þarna síðustu ár en nokkur annar veiðimaður. Hann er við veiðar á Nessvæðinu núna og í gær landaði hann átta löxum og þar af einni 107 sm hrygnu sem samkvæmt okkar heimildum er stærsta hrygnan sem hefur veiðst í ánni í sumar. Hún mældist 58 sm í ummáli og líkleg þyngd er um 24-26 pund. Hrygnan tók í Grundarkvísl á Meridian númer 8#. Þrátt fyrir að veiðin í Laxá hafi verið heldur róleg í sumar er besti tíminn fyrir stórlaxana þar að renna upp og eru margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á þennan tíma til að freista þess að komast í 20 punda klúbbinn þar nyrðra.
Mest lesið Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Góður endasprettur í Hítará Veiði Mikið af sjóbirting í Varmá Veiði