107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2018 10:00 Nils með 107 sm hrygnuna Laxá í Aðaldal gefur á hverju ári ansi marga stóra laxa og líklega er ekkert veiðisvæði á landinu sem á jafn marga laxa yfir 100 sm eins og Nessvæðið. Einn af þeim sem þekkir þetta svæði eins og lófan á sér er Nils Folmer en hann hefur líklega landað fleiri stórlöxum þarna síðustu ár en nokkur annar veiðimaður. Hann er við veiðar á Nessvæðinu núna og í gær landaði hann átta löxum og þar af einni 107 sm hrygnu sem samkvæmt okkar heimildum er stærsta hrygnan sem hefur veiðst í ánni í sumar. Hún mældist 58 sm í ummáli og líkleg þyngd er um 24-26 pund. Hrygnan tók í Grundarkvísl á Meridian númer 8#. Þrátt fyrir að veiðin í Laxá hafi verið heldur róleg í sumar er besti tíminn fyrir stórlaxana þar að renna upp og eru margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á þennan tíma til að freista þess að komast í 20 punda klúbbinn þar nyrðra. Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði
Laxá í Aðaldal gefur á hverju ári ansi marga stóra laxa og líklega er ekkert veiðisvæði á landinu sem á jafn marga laxa yfir 100 sm eins og Nessvæðið. Einn af þeim sem þekkir þetta svæði eins og lófan á sér er Nils Folmer en hann hefur líklega landað fleiri stórlöxum þarna síðustu ár en nokkur annar veiðimaður. Hann er við veiðar á Nessvæðinu núna og í gær landaði hann átta löxum og þar af einni 107 sm hrygnu sem samkvæmt okkar heimildum er stærsta hrygnan sem hefur veiðst í ánni í sumar. Hún mældist 58 sm í ummáli og líkleg þyngd er um 24-26 pund. Hrygnan tók í Grundarkvísl á Meridian númer 8#. Þrátt fyrir að veiðin í Laxá hafi verið heldur róleg í sumar er besti tíminn fyrir stórlaxana þar að renna upp og eru margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á þennan tíma til að freista þess að komast í 20 punda klúbbinn þar nyrðra.
Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði