Gæði, líf og sál Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. september 2018 08:45 Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir. Hjónin Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, eigendur HAF Studio, opnuðu nýverið verslun í gömlu verbúðunum við Geirsgötu 7 sem ber nafnið HAF Store. Á neðri hæðinni bjóða þau upp á eigin vörulínu í bland við sérhönnuð húsgögn, listaverk, ljósmyndir og einnig sérvalda hönnunarvöru sem þau kaupa á ferðalögum um heiminn. Á efri hæðinni er vinnustofa þeirra. Þau segjast vinna náið saman og geta tekist á um hugmyndir eða leiðir í verkefnum sínum. „Við erum algjörar samlokur, getum rifist og verið ósammála, tekist á. En það er aldrei alvarlegt. Ég er kannski í tölvunni og hún kemur og rífur hana af mér og segir: Nei, svona! Við erum gott teymi,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn JúlÃusson og Karitas Sveinsdóttir „Við erum mjög vön því að vinna saman. Við erum svo auðvitað stærra teymi því hér starfa þrír hönnuðir og arkitektar hjá okkur í öllum verkefnum, það gefur okkar vinnu meiri dýpt,“ segir Karitas. Þau segjast stefna að því að sem flestar vörur í búðinni verði þeirra eigin hönnun. „Það er framtíðarpælingin. Að rýmið verði fullt af okkar vörum, en það tekur tíma og er þolinmæðisverk,“ segir Hafsteinn. „Þangað til veljum við inn fallegar vörur, ljósmyndir og listaverk. Við erum ekki í fjöldaframleiðslu heldur viljum bjóða upp á fágæta hluti. Við viljum hafa ríka umhverfis- og samfélagsvitund, viljum frekar að fólk kaupi fáa en góða hluti frekar en að fylla Sorpu af drasli. Þetta eru fallegir hlutir og munir sem við kaupum á ferðalögum,“ segir hann. Hvaða strauma og stefnur skynja þau í hönnun? „Falleg heimili eru þannig að þar er að finna blöndu af gömlum og nýjum húsgögnum og munum. Þar er að finna persónulega hluti sem hafa merkingu fyrir fólk og því þykir vænt um. Heimili ættu ekki að vera þannig að það sé eins og málunum hafi verið reddað í einni búð. Dýpt og gæði,“ segir Hafsteinn eftir smá umhugsun. „Ég get aldrei svarað þessari spurningu, um strauma og stefnur. Það er allt í gangi. Auðvitað eru alltaf einhverjir litir vinsælir eða efni. Við leggjum mikið upp úr náttúrulegum efnum,“ segir hann. „Ég tek undir það,“ segir Karitas sem segist einnig klóra sér í kollinum þegar hún fær þessa spurningu. „Tökum sem dæmi fallegt parket úr gegnheilum viði. Það verður bara fallegra með árunum og eftir því sem það lætur á sjá. Því fylgir saga. Plastparket rispast líka, en eru rispurnar fallegar? Nei, það held ég nú ekki. Það er líka gaman að sjá marmara eldast og leður sem mýkist og er auðsjáanlega notað er fallegt,“ bendir hún á. „Gefur heimilinu líf og sál. Mér finnst meira varið í að velja vel, nota gæðaefni og láta svo hlutina endast árum saman. Svo á að vera líf á heimilum, við eigum fimm ára gamla dóttur sem mætti halda að fengi borgað fyrir að rusla út,“ segir hún og hlær. „Já, lengri tíma hugsun en líka að gefa rýminu líf. Litir koma og fara. Það er alltaf betra að reyna að forðast það að fylgja síbreytilegri tísku og halda frekar í sinn persónulega stíl,“ segir Hafsteinn. Karitas og Hafsteinn hafa hannað fjölda íslenskra og sænskra veitingastaða og verslana. Í vikunni var einn þeirra opnaður, Skelfiskmarkaðurinn, nýr veitingastaður í eigu Hrefnu Sætran og fleiri. HAF Studio sá um hönnun staðarins ásamt einum eigandanum Ágústi Reynissyni. Þau hönnuðu staðinn frá grunni og einnig ljós, stóla, borð og fleira. Ferlið frá því þau hófu hönnun á staðnum þar til hann var opnaður var stutt, eða sjö mánuðir, og á sama tíma stóðu þau í undirbúningi við opnun verslunar sinnar og árið hefur því reynst þeim annasamt „Opnun verslunarinnar og vinnustofunnar og hönnun á Skelfiskmarkaðnum eru tvö stærstu verkefni sem við höfum leyst af hendi,“ segir Karitas frá. „En einnig með þeim ánægjulegustu. Hópurinn sem stendur að Skelfiskmarkaðnum og þeir sem unnu með okkur að undirbúningi var svo góður,“ segir hún og Hafsteinn tekur undir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hjónin Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, eigendur HAF Studio, opnuðu nýverið verslun í gömlu verbúðunum við Geirsgötu 7 sem ber nafnið HAF Store. Á neðri hæðinni bjóða þau upp á eigin vörulínu í bland við sérhönnuð húsgögn, listaverk, ljósmyndir og einnig sérvalda hönnunarvöru sem þau kaupa á ferðalögum um heiminn. Á efri hæðinni er vinnustofa þeirra. Þau segjast vinna náið saman og geta tekist á um hugmyndir eða leiðir í verkefnum sínum. „Við erum algjörar samlokur, getum rifist og verið ósammála, tekist á. En það er aldrei alvarlegt. Ég er kannski í tölvunni og hún kemur og rífur hana af mér og segir: Nei, svona! Við erum gott teymi,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn JúlÃusson og Karitas Sveinsdóttir „Við erum mjög vön því að vinna saman. Við erum svo auðvitað stærra teymi því hér starfa þrír hönnuðir og arkitektar hjá okkur í öllum verkefnum, það gefur okkar vinnu meiri dýpt,“ segir Karitas. Þau segjast stefna að því að sem flestar vörur í búðinni verði þeirra eigin hönnun. „Það er framtíðarpælingin. Að rýmið verði fullt af okkar vörum, en það tekur tíma og er þolinmæðisverk,“ segir Hafsteinn. „Þangað til veljum við inn fallegar vörur, ljósmyndir og listaverk. Við erum ekki í fjöldaframleiðslu heldur viljum bjóða upp á fágæta hluti. Við viljum hafa ríka umhverfis- og samfélagsvitund, viljum frekar að fólk kaupi fáa en góða hluti frekar en að fylla Sorpu af drasli. Þetta eru fallegir hlutir og munir sem við kaupum á ferðalögum,“ segir hann. Hvaða strauma og stefnur skynja þau í hönnun? „Falleg heimili eru þannig að þar er að finna blöndu af gömlum og nýjum húsgögnum og munum. Þar er að finna persónulega hluti sem hafa merkingu fyrir fólk og því þykir vænt um. Heimili ættu ekki að vera þannig að það sé eins og málunum hafi verið reddað í einni búð. Dýpt og gæði,“ segir Hafsteinn eftir smá umhugsun. „Ég get aldrei svarað þessari spurningu, um strauma og stefnur. Það er allt í gangi. Auðvitað eru alltaf einhverjir litir vinsælir eða efni. Við leggjum mikið upp úr náttúrulegum efnum,“ segir hann. „Ég tek undir það,“ segir Karitas sem segist einnig klóra sér í kollinum þegar hún fær þessa spurningu. „Tökum sem dæmi fallegt parket úr gegnheilum viði. Það verður bara fallegra með árunum og eftir því sem það lætur á sjá. Því fylgir saga. Plastparket rispast líka, en eru rispurnar fallegar? Nei, það held ég nú ekki. Það er líka gaman að sjá marmara eldast og leður sem mýkist og er auðsjáanlega notað er fallegt,“ bendir hún á. „Gefur heimilinu líf og sál. Mér finnst meira varið í að velja vel, nota gæðaefni og láta svo hlutina endast árum saman. Svo á að vera líf á heimilum, við eigum fimm ára gamla dóttur sem mætti halda að fengi borgað fyrir að rusla út,“ segir hún og hlær. „Já, lengri tíma hugsun en líka að gefa rýminu líf. Litir koma og fara. Það er alltaf betra að reyna að forðast það að fylgja síbreytilegri tísku og halda frekar í sinn persónulega stíl,“ segir Hafsteinn. Karitas og Hafsteinn hafa hannað fjölda íslenskra og sænskra veitingastaða og verslana. Í vikunni var einn þeirra opnaður, Skelfiskmarkaðurinn, nýr veitingastaður í eigu Hrefnu Sætran og fleiri. HAF Studio sá um hönnun staðarins ásamt einum eigandanum Ágústi Reynissyni. Þau hönnuðu staðinn frá grunni og einnig ljós, stóla, borð og fleira. Ferlið frá því þau hófu hönnun á staðnum þar til hann var opnaður var stutt, eða sjö mánuðir, og á sama tíma stóðu þau í undirbúningi við opnun verslunar sinnar og árið hefur því reynst þeim annasamt „Opnun verslunarinnar og vinnustofunnar og hönnun á Skelfiskmarkaðnum eru tvö stærstu verkefni sem við höfum leyst af hendi,“ segir Karitas frá. „En einnig með þeim ánægjulegustu. Hópurinn sem stendur að Skelfiskmarkaðnum og þeir sem unnu með okkur að undirbúningi var svo góður,“ segir hún og Hafsteinn tekur undir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira