Heimsklassa djasskonur spila Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2018 08:15 Drottning dönsku djasssenunnar, Marilyn Mazur, ásamt tíu kvenna hljómsveit sinni en hún var í hljómsveit goðsagnarinnar Miles Davis forðum daga. Sunnudaginn 2. september verður Jazzhátíð Reykjavíkur þjófstartað með skemmtilegu „jam-session“ á Bryggjunni Brugghúsi kl. 20 þar sem aðgangur er ókeypis. Jazzhátíðin sjálf hefst hins vegar miðvikudaginn 5. september með skrúðgöngu frá Lucky Records við Hlemm kl. 17 og gengið verður að Borgarbókasafninu þar sem hátíðin verður formlega sett. Það sem er nýtt í ár er að dagskráin færist úr Hörpu yfir á fleiri staði en einnig er í ár lögð áhersla á fleiri konur í djasstónlist. Sex konur eru í fararbroddi atriða á hátíðinni í ár auk Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur sem leiðir skrúðgönguna í ár. „Í dag er mikið hugað að jöfnum möguleika kynjanna og í djassgeiranum eru konur í miklum minnihluta. Þetta á ekki bara við hér á Íslandi, þó svo að við séum kannski á eftir samanburðarþjóðum í þessum málum. Við í stjórn hátíðarinnar trúum því að með því að flytja inn heimsklassa kvenkyns hljómleikafólk gefum við kvenkyns tónlistarnemendum fyrirmyndir. Stelpur spila líka djass,“ segir Leifur hátíðarhaldari og tónlistarmaður.Jazzhátíð í ReykjavíkVirku dagana fara tónleikar fram í Hannesarholti, Iðnó og Tjarnarbíói sem eru í göngufæri hvert við annað en helgardagskráin fer fram á Grand Hóteli og í Gömlu kartöflugeymslunum. Meginuppistaðan á hátíðinni er það helsta úr íslensku djasssenunni, en einnig eru flutt inn nokkur atriði frá útlöndum. Hægt verður að kaupa staka miða á alla viðburði á Jazzhátíð en einnig eru í boði afsláttarpakkar á 4, 6 eða 8 tónleika. Miðasala fer fram á tix.is og dagskrána í heild sinni má finna á reykjavikjazz.is. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sunnudaginn 2. september verður Jazzhátíð Reykjavíkur þjófstartað með skemmtilegu „jam-session“ á Bryggjunni Brugghúsi kl. 20 þar sem aðgangur er ókeypis. Jazzhátíðin sjálf hefst hins vegar miðvikudaginn 5. september með skrúðgöngu frá Lucky Records við Hlemm kl. 17 og gengið verður að Borgarbókasafninu þar sem hátíðin verður formlega sett. Það sem er nýtt í ár er að dagskráin færist úr Hörpu yfir á fleiri staði en einnig er í ár lögð áhersla á fleiri konur í djasstónlist. Sex konur eru í fararbroddi atriða á hátíðinni í ár auk Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur sem leiðir skrúðgönguna í ár. „Í dag er mikið hugað að jöfnum möguleika kynjanna og í djassgeiranum eru konur í miklum minnihluta. Þetta á ekki bara við hér á Íslandi, þó svo að við séum kannski á eftir samanburðarþjóðum í þessum málum. Við í stjórn hátíðarinnar trúum því að með því að flytja inn heimsklassa kvenkyns hljómleikafólk gefum við kvenkyns tónlistarnemendum fyrirmyndir. Stelpur spila líka djass,“ segir Leifur hátíðarhaldari og tónlistarmaður.Jazzhátíð í ReykjavíkVirku dagana fara tónleikar fram í Hannesarholti, Iðnó og Tjarnarbíói sem eru í göngufæri hvert við annað en helgardagskráin fer fram á Grand Hóteli og í Gömlu kartöflugeymslunum. Meginuppistaðan á hátíðinni er það helsta úr íslensku djasssenunni, en einnig eru flutt inn nokkur atriði frá útlöndum. Hægt verður að kaupa staka miða á alla viðburði á Jazzhátíð en einnig eru í boði afsláttarpakkar á 4, 6 eða 8 tónleika. Miðasala fer fram á tix.is og dagskrána í heild sinni má finna á reykjavikjazz.is.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira