Rúnar: Tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara Árni Jóhannsson á Samsungvellinum í Garðabæ skrifar 19. september 2018 20:22 Rúnar Páll Sigmundsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára Þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Úrslitin þýða að forskot Vals á Stjörnuna eru þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo með færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri til dæmis þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Úrslitin þýða að forskot Vals á Stjörnuna eru þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo með færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri til dæmis þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30