Haustveiðin oft ágæt í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2018 13:00 Haustveiðin getur oft verið ágæt í Ytri Rangá Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Veiðin í Rangánum heldur áfram vel inní október en það veiðist oft ágætlega á þessum tíma. Heildarveiðin í Rangánum var 3.445 laxar þegar tölur voru gerðar upp síðasta miðvikudag en von er á nýjum veiðitölum úr laxveiðiánum í dag og verður uppfærslan birt sem endranær inná www.angling.is. Veiðin síðustu daga hefur verið ágæt í Ytri Rangá en á mánudaginn komu 24 laxar á land og í gær veiddust 34 laxar sem er fín veiði í alla staði miðað við árstíma. Það virðist vera töluvert af laxi á nokkrum veiðistöðum en þó minna en var í fyrra enda sést það á heildarveiðinni en það munar um helming á veiddum löxum það sem af er tímabili og heildarveiðinni í fyrra en það ár var eins og unnendur Ytri Rangár muna eftir gott veiðisumar í ánni þó það hafi ekki verið það besta sem áin hefur sýnt. Haldi áin þessum takti sem hún er í núna út veiðitímann er ekki loku fyrir það skotið að hún geti skorað vel yfir 4.000 laxa svo við vonum að veður haldist gott fram að því. Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Mynd frá 1949 um stangveiði á Íslandi Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði
Veiðin í Rangánum heldur áfram vel inní október en það veiðist oft ágætlega á þessum tíma. Heildarveiðin í Rangánum var 3.445 laxar þegar tölur voru gerðar upp síðasta miðvikudag en von er á nýjum veiðitölum úr laxveiðiánum í dag og verður uppfærslan birt sem endranær inná www.angling.is. Veiðin síðustu daga hefur verið ágæt í Ytri Rangá en á mánudaginn komu 24 laxar á land og í gær veiddust 34 laxar sem er fín veiði í alla staði miðað við árstíma. Það virðist vera töluvert af laxi á nokkrum veiðistöðum en þó minna en var í fyrra enda sést það á heildarveiðinni en það munar um helming á veiddum löxum það sem af er tímabili og heildarveiðinni í fyrra en það ár var eins og unnendur Ytri Rangár muna eftir gott veiðisumar í ánni þó það hafi ekki verið það besta sem áin hefur sýnt. Haldi áin þessum takti sem hún er í núna út veiðitímann er ekki loku fyrir það skotið að hún geti skorað vel yfir 4.000 laxa svo við vonum að veður haldist gott fram að því.
Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Mynd frá 1949 um stangveiði á Íslandi Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði