Búið er að handtaka mann í Iowa og kæra hann fyrir að myrða spænska kylfinginn Celiu Barquin Arozamena.
Barquin var 22 ára gömul. Hún var Evrópumeistari áhugamanna í júlí síðastliðnum. Hún var í námi hjá Iowa State háskólanum og spilaði golf með skólanum.
Það var snemma á mánudag sem kylfingar á Coldwater golfvellinum í Ames tóku eftir golfpoka á vellinum. Barquin fannst látin skammt frá pokanum.
Búið er að ákæra hinn 22 ára gamla Collin Daniel Richards fyrir morðið. Lögreglan segir ljóst að ráðist hafi verið að Barquin og henni ráðin bani.
Barquin var kylfingur á hraðri uppleið og hafði unnið fjölda golfmóta.

