Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í vikunni að sekta knattspyrnudeild Vals um 75 þúsund krónur vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, eftir leik KA og Vals.
„Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnunni, í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það náttúrulega gaf auga leið,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leikinn og þessum ummælum skaut Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, inn á borð aga- og úrskurðarnefndar.
„Var um að ræða opinber ummæli Ólafs sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og til þess fallin að draga heiðarleika dómara í leik KA og Vals í
Pepsi-deild karla, þann 2. september sl., í efa," segir meðal annars í úrskurðinum sem má lesa í heild sinni hér.
Valur hefur þrjá daga til þess að áfrýja úrskurðinum kjósi félagið að gera svo.
Valur sektaður um 75 þúsund krónur vegna ummæla Ólafs

Tengdar fréttir

Óli Jóh: Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði það hafa verið geysilega mikilvægt að hafa náð að jafna leikinn og fá stigið eftir jafntefli sinna manna á Akureyri í dag.

Formaður dómaranefndar KSÍ: Alvarlegar ásakanir hjá Ólafi
Formaður dómararnefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, segir eðlilegt að framkvæmdastjóri KSÍ skoði umdeild ummæli Íslandsmeistara Vals frá því í gær.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Valur 3-3 | Valur bjargaði stigi í uppbótartíma
Það var komið á þriðju mínútu uppbótartíma er Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val á Akureyri.

Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika
Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær.