Samanlagt fall íslensku bankanna þriggja er þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar. Aðeins gjaldþrot Lehman Brothers og Washington Mutual eru stærri. Það var eftir einkavæðingu bankanna á árunum 2002-2003 og eftir samruna hér innanlands sem vöxtur þeirra og útrás hófst. Það voru margir samverkandi þættir sem stuðluðu að vexti bankanna. Einn þeirra var að bankarnir höfðu hvata til að vaxa því þeir voru verðlaunaðir fyrir samruna og yfirtökur í útlöndum með betri lánshæfiseinkunnum hjá erlendu matsfyrirtækjunum. „Lánshæfisfyrirtækin álitu að þetta væri mjög heppileg strategía fyrir Ísland að ná áhættudreifingu. Að vera ekki bundin við íslenska markaðinn sem var tiltölulega einhæfur og óstöðugur,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Bankarnir fengu hækkun á lánshæfi við það að kaupa fyrirtæki erlendis. Ég held að íslensk stjórnvöld hafi ekki hugleitt þetta mjög mikið. Það var lögð sú stefna árið 2006-2007 að Ísland ætti að vera alþjóðleg fjármálamiðstöð. Ég held að ríkisvaldið hafi séð ábata af þessu, miklar tekjur sem bankarnir sköpuðu. Ég held að almennt hafi verið mótuð sú stefna að Íslandi gæti haft alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi.“Stærð bankanna óx upp úr öllu veldi og tífaldaðist áður en yfir lauk árið 2008.Vísir„Þetta voru strákarnir okkar“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 28. maí 1999 kemur fram að stjórnin stefni að því að halda áfram einkavæðingu ríkisfyrirtækja, einkum þeirra sem eru í samkeppni við fyrirtæki í eigu einkaaðila. Það var svo á þessu kjörtímabili, 1999-2003, sem Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru einkavæddir í nokkrum skrefum en um leið og bankarnir voru komnir í einkaeigu hófst vöxtur þeirra og útrás. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 23. maí 2003 er ekkert vikið að bönkunum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslans, segir að stjórnvöld hafi engu að síður lagt blessun sína yfir vöxt bankanna og beinlínis stutt hann. „Það var stefna stjórnvalda að búa til alþjóðlega bankamiðstöð hérna svo það var slakað á reglugerðum og þjóðin fylgdist með þessu eins og fótboltaliði. Það var almennur stuðningur við þessar stofnanir. Ef þú lest blöðin á þessum tíma þá var stöðugt verið að segja hetjusögur af bönkunum. Þetta voru strákarnir okkar eins og sagt er. Það var engin bremsa og engum datt í hug að setja bremsu,“ segir Gylfi.Jónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins í tæp fjögur ár.vísir/heiðaJónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 18. júlí 2005 til 1. mars 2009. Hann segir að margir samverkandi þættir hafi gert vöxt bankanna mögulegan og ýtt undir hann. „Menn höfðu þá trú þegar bankarnir voru að stækka að það yrði ákveðin áhættudreifing með því. Þeir yrðu óháðari íslensku efnahagslífi og það myndi í rauninni styrkja þá,“ segir Jónas. „Matsfyrirtækin gáfu þeim plúsa fyrir þetta. Þeir voru hvattir áfram af stjórnvöldum með til dæmis Útflutningsverðlaunum forsetans. Þannig að það var ákveðinn hvati fyrir þá að vaxa. Það sem gerist síðan er að við lendum í verstu fjármálakrísu frá kreppunni 1929 og þá breytist þessi áhættudreifing, sem átti að vera kostur, yfir í að verða íslenskur vandi. Lausafé og fjármögnun bankanna verður allt í einu að íslensku vandamáli.“Ríkisstjórn Geirs H. Haarde á Bessastöðum í maí 2007.StjórnarráðiðVildu skapa kjörskilyrði fyrir útrás og vöxt Ríkisstjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2007 studdi vöxt og útrás íslenskra fyrirtækja og þar með bankanna en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá 23. maí 2007 segir: „Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja.“ Geir H. Haarde sem var forsætisráðherra frá 2006-2009 og fjármálaráðherra þar á undan segir þrátt fyrir þetta hafi það ekki ekki verið sérstök stefna þeirra ríkisstjórna sem voru við völd á þessum tíma að bankarnir stækkuðu jafn hratt og þeir gerðu. „Það var nú engin sérstök stefna held ég, þeirra ríkisstjórna sem þarna sátu og ég sat í alveg frá 1998, að bankarnir færu alveg þá leið sem þeir fóru. Það var hins vegar þannig og það var hvatt til þess að fyrirtæki nýttu sér í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið því samhliða honum opnuðu fjármagnsflutningar milli landa. Í því regluverki leyndust síðan hættur sem við sáum því miður ekki á þeim tíma en komu síðar í ljós og komu illa í höfuðið á okkur. Því það regluverk var ekki eins fullkomið og við höfðum talið. En ákvarðanir bankanna að fara í þessa svokölluðu útrás, kaupa eignir erlendis og taka mikið af lánum erlendis, voru þeirra,“ segir Geir.Fjármagn varð ódýrt í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001.Vísir/GettyHann vísar til þess að vextir í Bandaríkjunum hefðu farið í núll eftir árásirnar á tvíburaturnana 11. september 2001. „Þá varð fjármagn svo ódýrt og það komu peningar víða að inn á þessa opnu alþjóðlegu fjármálamarkaði. Þetta nýttu íslensku bankarnir sér í ríkum mæli alveg eins og langflestir aðrir bankar í heiminum,“ segir Geir. Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands frá 1996-2016. Hann studdi íslensku útrásina af krafti. Hann greiddi götu íslenskra fyrirtækja erlendis, hjálpaði að skapa tengsl fyrir íslensku bankana, studdi vöxt þeirra og varði þá af krafti þegar þeir sættu gagnrýni erlendis. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna er fjallað um þessa framgöngu forsetans en þar segir: „Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta.“Ólafur Ragnar Grímsson segir það líklega verið hans stærstu mistök að treysta matsfyrirtækjum og hegðun stórra erlendra banka.Visir/EyþórMistök að treysta matsfyrirtækjunum Ólafur Ragnar segir að þegar litið sé um öxl megi færa rök fyrir því að margt hefði mátt gera öðruvísi. „Kannski fyrst og fremst á þessu tímabili frá seinni hluta ársins 2006 fram að hruni bankanna. Ég hef stundum sagt að kannski voru mín stærstu mistök á þessu lokatímabili þau að þegar það komu fram viðvörunarraddir, um að allt væri kannski ekki með felldu varðandi bankana og það kynni að skapast hættuástand, þá leit ég til tveggja erlendra stoða í hinu alþjóðlega fjármálakerfi. Erlend matsfyrirtæki gáfu íslensku bönknum toppeinkunn í lengri tíma.VísirAnnars vegar voru matsfyrirtækin sem mér hafði verið kennt þegar ég var fjármálaráðherra fyrir löngu síðan að væru kannski gullstandardinn í álitsgjöf í hinu alþjóðlega fjármálakerfi en staðreyndin var sú að þau öll gáfu íslensku bönkunum á þessum tíma topp einkunnir. Ég skoðaði líka hvað þessir stærstu ráðandi bankar í Evrópu væru að gera. Deutsche Bank, Royal Bank of Scotland og ýmsir aðrir. Allir þessir bankar voru í miklum viðskiptum við íslensku bankana og vildu auka þau. Ég gerði þau mistök að taka þetta álit matsfyrirtækjanna og þessar forystubanka í Evrópu gild í stað þess að horfa með meiri gagnrýni á stöðuna,“ segir Ólafur Ragnar.Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonEin stétt hefði getað stoppað vöxtinn Gylfi Zoëga segir að ef endurskoðendur sem endurskoðuðu ársreikninga bankanna hefðu unnið vinnuna sína almennilega þá hefðu bankarnir ekki geta vaxið jafn hratt og þeir gerðu því í ljós hafi komið löngu síðar að eigið fé bankanna hafði verið fegrað. „Bankarnir voru það stórir að það var ekki hægt að bjarga þeim. Fyrir því eru tvær ástæður. Önnur er sú að reikningshald þeirra var ekki í lagi. Eigið fé bankanna óx jafn hratt og efnahagsreikningurinn og það óx með því að það voru gerðir brellur í reikningshaldi. Við getum sagt að ein stétt sem hefði getað stoppað allt sem gerðist hérna voru endurskoðendur sem fóru yfir reikninga bankanna. Ef þeir hefðu staðið á sínu þá hefðu bankarnir aldrei getað vaxið svona hratt og þá hefðu þeir verið miklu sterkari því þeir hefðu haft raunverulegt eigið fé,“ segir Gylfi.Um þessar mundir eru tíu ár frá þeim degi þegar Geir. H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Í hönd fóru óvissutímar þar sem þjóðin streymdi niður á Austurvöll og mótmælti ríkisstjórninni, Seðlabankanum og ástandinu í þjóðfélaginu almennt. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rýnir í hrunið næstu daga með ítarlegri fréttaröð. Rætt verður við fólk sem var í forystu í þjóðfélaginu á árunum fyrir hrun, fræðimenn sem hafa rannsakað orsakir og afleiðingar hrunsins sem og fólkið í landinu sem mótmælti og missti í hruninu. Fréttaskýringar Hrunið Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Adam Tooze: Mistök að láta Lehman Brothers falla Í dag eru tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans en fall bankans var vendipunktur í alþjóðlegu fjármálakrepunni 2008. Höfundur nýrrar bókar um kreppuna telur að það hafi verið mistök að láta bankann falla. 15. september 2018 14:30 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf
Samanlagt fall íslensku bankanna þriggja er þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar. Aðeins gjaldþrot Lehman Brothers og Washington Mutual eru stærri. Það var eftir einkavæðingu bankanna á árunum 2002-2003 og eftir samruna hér innanlands sem vöxtur þeirra og útrás hófst. Það voru margir samverkandi þættir sem stuðluðu að vexti bankanna. Einn þeirra var að bankarnir höfðu hvata til að vaxa því þeir voru verðlaunaðir fyrir samruna og yfirtökur í útlöndum með betri lánshæfiseinkunnum hjá erlendu matsfyrirtækjunum. „Lánshæfisfyrirtækin álitu að þetta væri mjög heppileg strategía fyrir Ísland að ná áhættudreifingu. Að vera ekki bundin við íslenska markaðinn sem var tiltölulega einhæfur og óstöðugur,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Bankarnir fengu hækkun á lánshæfi við það að kaupa fyrirtæki erlendis. Ég held að íslensk stjórnvöld hafi ekki hugleitt þetta mjög mikið. Það var lögð sú stefna árið 2006-2007 að Ísland ætti að vera alþjóðleg fjármálamiðstöð. Ég held að ríkisvaldið hafi séð ábata af þessu, miklar tekjur sem bankarnir sköpuðu. Ég held að almennt hafi verið mótuð sú stefna að Íslandi gæti haft alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi.“Stærð bankanna óx upp úr öllu veldi og tífaldaðist áður en yfir lauk árið 2008.Vísir„Þetta voru strákarnir okkar“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 28. maí 1999 kemur fram að stjórnin stefni að því að halda áfram einkavæðingu ríkisfyrirtækja, einkum þeirra sem eru í samkeppni við fyrirtæki í eigu einkaaðila. Það var svo á þessu kjörtímabili, 1999-2003, sem Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru einkavæddir í nokkrum skrefum en um leið og bankarnir voru komnir í einkaeigu hófst vöxtur þeirra og útrás. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 23. maí 2003 er ekkert vikið að bönkunum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslans, segir að stjórnvöld hafi engu að síður lagt blessun sína yfir vöxt bankanna og beinlínis stutt hann. „Það var stefna stjórnvalda að búa til alþjóðlega bankamiðstöð hérna svo það var slakað á reglugerðum og þjóðin fylgdist með þessu eins og fótboltaliði. Það var almennur stuðningur við þessar stofnanir. Ef þú lest blöðin á þessum tíma þá var stöðugt verið að segja hetjusögur af bönkunum. Þetta voru strákarnir okkar eins og sagt er. Það var engin bremsa og engum datt í hug að setja bremsu,“ segir Gylfi.Jónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins í tæp fjögur ár.vísir/heiðaJónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 18. júlí 2005 til 1. mars 2009. Hann segir að margir samverkandi þættir hafi gert vöxt bankanna mögulegan og ýtt undir hann. „Menn höfðu þá trú þegar bankarnir voru að stækka að það yrði ákveðin áhættudreifing með því. Þeir yrðu óháðari íslensku efnahagslífi og það myndi í rauninni styrkja þá,“ segir Jónas. „Matsfyrirtækin gáfu þeim plúsa fyrir þetta. Þeir voru hvattir áfram af stjórnvöldum með til dæmis Útflutningsverðlaunum forsetans. Þannig að það var ákveðinn hvati fyrir þá að vaxa. Það sem gerist síðan er að við lendum í verstu fjármálakrísu frá kreppunni 1929 og þá breytist þessi áhættudreifing, sem átti að vera kostur, yfir í að verða íslenskur vandi. Lausafé og fjármögnun bankanna verður allt í einu að íslensku vandamáli.“Ríkisstjórn Geirs H. Haarde á Bessastöðum í maí 2007.StjórnarráðiðVildu skapa kjörskilyrði fyrir útrás og vöxt Ríkisstjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2007 studdi vöxt og útrás íslenskra fyrirtækja og þar með bankanna en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá 23. maí 2007 segir: „Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja.“ Geir H. Haarde sem var forsætisráðherra frá 2006-2009 og fjármálaráðherra þar á undan segir þrátt fyrir þetta hafi það ekki ekki verið sérstök stefna þeirra ríkisstjórna sem voru við völd á þessum tíma að bankarnir stækkuðu jafn hratt og þeir gerðu. „Það var nú engin sérstök stefna held ég, þeirra ríkisstjórna sem þarna sátu og ég sat í alveg frá 1998, að bankarnir færu alveg þá leið sem þeir fóru. Það var hins vegar þannig og það var hvatt til þess að fyrirtæki nýttu sér í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið því samhliða honum opnuðu fjármagnsflutningar milli landa. Í því regluverki leyndust síðan hættur sem við sáum því miður ekki á þeim tíma en komu síðar í ljós og komu illa í höfuðið á okkur. Því það regluverk var ekki eins fullkomið og við höfðum talið. En ákvarðanir bankanna að fara í þessa svokölluðu útrás, kaupa eignir erlendis og taka mikið af lánum erlendis, voru þeirra,“ segir Geir.Fjármagn varð ódýrt í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001.Vísir/GettyHann vísar til þess að vextir í Bandaríkjunum hefðu farið í núll eftir árásirnar á tvíburaturnana 11. september 2001. „Þá varð fjármagn svo ódýrt og það komu peningar víða að inn á þessa opnu alþjóðlegu fjármálamarkaði. Þetta nýttu íslensku bankarnir sér í ríkum mæli alveg eins og langflestir aðrir bankar í heiminum,“ segir Geir. Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands frá 1996-2016. Hann studdi íslensku útrásina af krafti. Hann greiddi götu íslenskra fyrirtækja erlendis, hjálpaði að skapa tengsl fyrir íslensku bankana, studdi vöxt þeirra og varði þá af krafti þegar þeir sættu gagnrýni erlendis. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna er fjallað um þessa framgöngu forsetans en þar segir: „Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta.“Ólafur Ragnar Grímsson segir það líklega verið hans stærstu mistök að treysta matsfyrirtækjum og hegðun stórra erlendra banka.Visir/EyþórMistök að treysta matsfyrirtækjunum Ólafur Ragnar segir að þegar litið sé um öxl megi færa rök fyrir því að margt hefði mátt gera öðruvísi. „Kannski fyrst og fremst á þessu tímabili frá seinni hluta ársins 2006 fram að hruni bankanna. Ég hef stundum sagt að kannski voru mín stærstu mistök á þessu lokatímabili þau að þegar það komu fram viðvörunarraddir, um að allt væri kannski ekki með felldu varðandi bankana og það kynni að skapast hættuástand, þá leit ég til tveggja erlendra stoða í hinu alþjóðlega fjármálakerfi. Erlend matsfyrirtæki gáfu íslensku bönknum toppeinkunn í lengri tíma.VísirAnnars vegar voru matsfyrirtækin sem mér hafði verið kennt þegar ég var fjármálaráðherra fyrir löngu síðan að væru kannski gullstandardinn í álitsgjöf í hinu alþjóðlega fjármálakerfi en staðreyndin var sú að þau öll gáfu íslensku bönkunum á þessum tíma topp einkunnir. Ég skoðaði líka hvað þessir stærstu ráðandi bankar í Evrópu væru að gera. Deutsche Bank, Royal Bank of Scotland og ýmsir aðrir. Allir þessir bankar voru í miklum viðskiptum við íslensku bankana og vildu auka þau. Ég gerði þau mistök að taka þetta álit matsfyrirtækjanna og þessar forystubanka í Evrópu gild í stað þess að horfa með meiri gagnrýni á stöðuna,“ segir Ólafur Ragnar.Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonEin stétt hefði getað stoppað vöxtinn Gylfi Zoëga segir að ef endurskoðendur sem endurskoðuðu ársreikninga bankanna hefðu unnið vinnuna sína almennilega þá hefðu bankarnir ekki geta vaxið jafn hratt og þeir gerðu því í ljós hafi komið löngu síðar að eigið fé bankanna hafði verið fegrað. „Bankarnir voru það stórir að það var ekki hægt að bjarga þeim. Fyrir því eru tvær ástæður. Önnur er sú að reikningshald þeirra var ekki í lagi. Eigið fé bankanna óx jafn hratt og efnahagsreikningurinn og það óx með því að það voru gerðir brellur í reikningshaldi. Við getum sagt að ein stétt sem hefði getað stoppað allt sem gerðist hérna voru endurskoðendur sem fóru yfir reikninga bankanna. Ef þeir hefðu staðið á sínu þá hefðu bankarnir aldrei getað vaxið svona hratt og þá hefðu þeir verið miklu sterkari því þeir hefðu haft raunverulegt eigið fé,“ segir Gylfi.Um þessar mundir eru tíu ár frá þeim degi þegar Geir. H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Í hönd fóru óvissutímar þar sem þjóðin streymdi niður á Austurvöll og mótmælti ríkisstjórninni, Seðlabankanum og ástandinu í þjóðfélaginu almennt. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rýnir í hrunið næstu daga með ítarlegri fréttaröð. Rætt verður við fólk sem var í forystu í þjóðfélaginu á árunum fyrir hrun, fræðimenn sem hafa rannsakað orsakir og afleiðingar hrunsins sem og fólkið í landinu sem mótmælti og missti í hruninu.
Adam Tooze: Mistök að láta Lehman Brothers falla Í dag eru tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans en fall bankans var vendipunktur í alþjóðlegu fjármálakrepunni 2008. Höfundur nýrrar bókar um kreppuna telur að það hafi verið mistök að láta bankann falla. 15. september 2018 14:30