Ágústa Eva og Gunni gefa út lag í minningu Lofts Gunnarssonar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 12:30 Ágústa Eva og Gunni Hilmars mynda bandið Sycamore Tree. Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree hafa gefið út lagið The Street en lagið er samið í minningu Lofts Gunnarssonar og helga þau laginu baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík. Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu og hann lést 32 ára gamall úr magasári. „Það er auðvelt að líta fram hjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma. Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi,“ segir Gunni. „Það á engin að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leiti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.“ Loftur Gunnarsson var mágur Gunna. Lagið The Street er samið um hann og fjallar um síðustu andartökin í lífi hans. Flutningurinn og myndbandið er tekið upp í einni töku. „Við vildum með þeim hætti ná eins hreinni tilfinningu og hægt er augnablikin sem það var flutt.“ Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli í dag þann 11. september. Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið. Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree hafa gefið út lagið The Street en lagið er samið í minningu Lofts Gunnarssonar og helga þau laginu baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík. Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu og hann lést 32 ára gamall úr magasári. „Það er auðvelt að líta fram hjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma. Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi,“ segir Gunni. „Það á engin að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leiti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.“ Loftur Gunnarsson var mágur Gunna. Lagið The Street er samið um hann og fjallar um síðustu andartökin í lífi hans. Flutningurinn og myndbandið er tekið upp í einni töku. „Við vildum með þeim hætti ná eins hreinni tilfinningu og hægt er augnablikin sem það var flutt.“ Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli í dag þann 11. september. Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið.
Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira