Keflavík leikur í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir 5-0 sigur liðsins á Hömrunum í kvöld.
Keflvíkingar þurftu eitt stig í síðustu tveimur leikjunum til þess að tryggja sæti sitt á næsta ári en það er nú gulltryggt eftir þennan stórsigur.
Mairead Clare Fulton gerði tvö mörk í kvöld og þær Sophie Groff og Natasha Moraa Anasi skoruðu sitt hvort markið. Eitt markið var sjálfsmark Hamranna.
Keflavík fylgir því Fylki upp í Pepsi-deildina en liðin taka sæti FH og Grindavík eða KR.
Keflavík og Fylkir berjast um toppsætið í Inkasso-deildinni en Fylkir er á toppnum með 45 stig fyrir lokaumferðina. Keflavík er með tveimur stigum minna.
Keflavík upp í Pepsi-deild kvenna
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
