Evrópa með fjögurra stiga forskot fyrir lokadaginn Anton Ingi Leifsson skrifar 29. september 2018 20:02 Evrópa er í góðri stöðu er einn dagur er eftir af Ryder-bikarnum. vísir/getty Evrópa er 10-6 yfir eftir annan daginn á Ryder-bikarnum í golfið en leikið er á Le Golf National-vellinum í Frakklandi. Einungis einn dagur er eftir af mótinu en þá er leikið maður gegn manni, einstaklingskeppni, en undanfarna tvo daga hafa verið leiknir fjórmenningar og fjórbolti. Eftir gærdaginn var Evrópa 5-3 yfir og það batnaði til muna í morgun er Evrópa vann þrjá leiki gegn einungis einum sigri Bandaríkjanna. Þeir voru því komnir í 8-4. Francesco Molinari og Tommy Fleetwood höfðu betur gegn Tiger Woods og Bryson DeChambeau en þeir settu nýtt met í evrópska liðinu því Molinari og Fleetwood hafa unnið alla sína leiki til þessa. Þegar einn dagur er eftir þarf Evrópa einungis fjögur stig af tólf mögulegum til þess að standa uppi sem sigurvegari svo það þarf mikið að gerast á morgun ætli Bandaríkin að hafa betur. Það hefur einungis gerst tvisvar í sögunni að lið komi til baka fjórum stigum undir fyrir lokadaginn. Það gerði Bandaríkinn í Brookline 1999 og Evrópa í Medinah fyrir sex árum. Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Evrópa er 10-6 yfir eftir annan daginn á Ryder-bikarnum í golfið en leikið er á Le Golf National-vellinum í Frakklandi. Einungis einn dagur er eftir af mótinu en þá er leikið maður gegn manni, einstaklingskeppni, en undanfarna tvo daga hafa verið leiknir fjórmenningar og fjórbolti. Eftir gærdaginn var Evrópa 5-3 yfir og það batnaði til muna í morgun er Evrópa vann þrjá leiki gegn einungis einum sigri Bandaríkjanna. Þeir voru því komnir í 8-4. Francesco Molinari og Tommy Fleetwood höfðu betur gegn Tiger Woods og Bryson DeChambeau en þeir settu nýtt met í evrópska liðinu því Molinari og Fleetwood hafa unnið alla sína leiki til þessa. Þegar einn dagur er eftir þarf Evrópa einungis fjögur stig af tólf mögulegum til þess að standa uppi sem sigurvegari svo það þarf mikið að gerast á morgun ætli Bandaríkin að hafa betur. Það hefur einungis gerst tvisvar í sögunni að lið komi til baka fjórum stigum undir fyrir lokadaginn. Það gerði Bandaríkinn í Brookline 1999 og Evrópa í Medinah fyrir sex árum.
Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira