Baldur: Fullt af mómentum þar sem okkur finnst brotið á okkur dómaralega séð Árni Jóhannsson skrifar 29. september 2018 16:38 Stjörnumenn fagna marki fyrr í sumar. vísir/bára „Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn.” „Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt.” „Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér.” „Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.” „Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
„Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn.” „Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt.” „Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér.” „Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.” „Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira