Baldur: Fullt af mómentum þar sem okkur finnst brotið á okkur dómaralega séð Árni Jóhannsson skrifar 29. september 2018 16:38 Stjörnumenn fagna marki fyrr í sumar. vísir/bára „Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn.” „Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt.” „Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér.” „Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.” „Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
„Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn.” „Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt.” „Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér.” „Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.” „Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira