Nýi samningurinn er til tveggja ára. Eyjólfur verður því hjá félaginu þar til hann er orðinn 35 ára gamall.
Eyjólfur kom til Stjörnunnar í byrjun árs árið 2016 frá danska liðinu Midtjylland. Hann hafði einnig leikið með SönderjyskE og GAIS í atvinnumennskunni.
Hann hefur verið mikið meiddur síðustu ár og því nokkuð spurningamerki er hann kom heim. Hann hefur spilað mjög vel í sumar og spilað 17 af 21 leik Stjörnunnar í Pepsi-deildinni. Hann náði einnig 17 leikjum í deildinni síðasta sumar.
Eyjólfur Héðinsson hefur gengið frá nýjum samningi við Stjörnuna til næstu tveggja ára. Það er okkur Stjörnumönnum sönn ánægja að njóta krafta þessa snjalla leikmanns áfram en hann býr bæði yfir mikilli reynslu og leiðtogahæfileikum. #InnMedBoltannpic.twitter.com/MQdm00hkgf
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) September 28, 2018