Sveitina mynda Brynjar Barkarson og Aron Kristinn Jónsson og á Brynjar heiðurinn af föstudagsplaylistanum þessa vikuna.
Nýlega gáfu þeir félagar, sem segjast spila „klúbbatónlist“, út myndband við lagið Eina sem ég vil ásamt Aroni Can, en lagið lenti svo loks á Spotify í dag.
Flest laganna á listanum eru að Brynjars sögn ný lög sem hann hefur hlustað mikið á undanfarið en einnig væri þar að finna „nokkrar sleggjur“ sem honum langaði að veita verðskuldaða athygli.