Handbolti

Seinni bylgjan: Fram er ennþá besta liðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Fram hafði betur gegn Val í Olísdeild kvenna um helgina þegar liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili.

Valur breytti leikmannahópnum töluvert í sumar. Tveir af betri ungu leikmönnum síðasta tímabils, Sandra Erlingsdóttir og Lovísa Thompson, komu til liðsins. Þær heilluðu sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport ekkert sérstaklega með frammistöðu sinni í leiknum.

„Val var spáð Íslandsmeistaratitli. Sandra var aðal leikmaður ÍBV og Lovísa var aðal leikmaður Gróttu, þær voru með sóknarleikinn á herðunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.

„Sandra átti gríðarlega erfitt uppdráttar og ég held þessi vörn hjá Fram hennti henni engan veginn. Hún átti ekki góðan leik. Lovísa, stundum sýndi hún dúndur fintur en svo kom ekkert í tíu mínútur.“

„Varnarlega séð er Fram rosalegt lið,“ bætti Logi Geirsson við.

„Fram er ennþá besta liðið. Karen er besti leikmaðurinn, hún er betri en Sandra. Ragnheiður er betri en Lovísa. Það kom mér á óvart hvað þær voru mikið betri,“ sagði Jóhann Gunnar.

Alla umræðuna, helstu atvik leiksins, úrvalsið annarar umferðar og fleira má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×