Pepsimörkin: Anton Ari aðeins of linur og kostaði Val stigið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. september 2018 09:00 Anton Ari og Guðmundur kljást um boltann í teignum. S2 Sport Valur hefði getað farið langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn en sigurmark FH á loka mínútunum þýðir að enn getur ýmislegt gerst í lokaumferðinni. Eddi Gomes skoraði sigurmarkið upp úr hornspyrnu í uppbótartíma leiksins. Sérfræðingar Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport fóru vel yfir markið í uppgjörsþætti 21. umferðar. „Markmaðurinn Gunnar, Færeyingurinn, kom upp og olli usla til þess að klára þetta. Eins og leikurinn var þá var þetta sanngjarnt í heildina að FH vann þennan leik,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. Sérfræðingarnir fóru vel yfir öll atvik í aðdraganda marksins og komust að því að markið væri fullkomlega löglegt þrátt fyrir að Anton Ari Einarsson, markmaður Vals, hafi legið eftir í teignum eftir að hafa reynt við boltann gegn Guðmundi Kristjánssyni, leikmanni FH. „Þeir hoppa báðir upp, meira að segja er Guðmundur á undan honum upp í boltann. Hann er kominn með puttann á boltann en nær aldrei höndum á hann, svo þetta er löglegt mark,“ sagði Þorvaldur. Reynir Leósson sagði markmanninn hafa getað gert betur í þessu atviki. „Mér finnst bara vanta kraft og styrk í Anton Ara að ganga frá þessu augnabliki,“ sagði Reynir. „Hann er að reyna að grípa boltann en leikurinn er búinn ef hann bara fer og kýlir þennan bolta. Hann var kominn með höndina það hátt, en hann var aldrei að fara að ná að grípa hann.“ „Hann var aðeins of linur fyrir minn smekk í þessu atviki og það kostaði þá tapið,“ sagði Reynir. Umræðuna og markið má sjá í klippunni hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Valur 2-1 | Dramatík í uppbótartíma og allt opið á toppnum FH skoraði sigurmark á síðustu mínútu uppbótartímans í Kaplakrika og galopnaði toppbaráttuna í Pepsi deild karla 23. september 2018 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Valur hefði getað farið langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn en sigurmark FH á loka mínútunum þýðir að enn getur ýmislegt gerst í lokaumferðinni. Eddi Gomes skoraði sigurmarkið upp úr hornspyrnu í uppbótartíma leiksins. Sérfræðingar Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport fóru vel yfir markið í uppgjörsþætti 21. umferðar. „Markmaðurinn Gunnar, Færeyingurinn, kom upp og olli usla til þess að klára þetta. Eins og leikurinn var þá var þetta sanngjarnt í heildina að FH vann þennan leik,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. Sérfræðingarnir fóru vel yfir öll atvik í aðdraganda marksins og komust að því að markið væri fullkomlega löglegt þrátt fyrir að Anton Ari Einarsson, markmaður Vals, hafi legið eftir í teignum eftir að hafa reynt við boltann gegn Guðmundi Kristjánssyni, leikmanni FH. „Þeir hoppa báðir upp, meira að segja er Guðmundur á undan honum upp í boltann. Hann er kominn með puttann á boltann en nær aldrei höndum á hann, svo þetta er löglegt mark,“ sagði Þorvaldur. Reynir Leósson sagði markmanninn hafa getað gert betur í þessu atviki. „Mér finnst bara vanta kraft og styrk í Anton Ara að ganga frá þessu augnabliki,“ sagði Reynir. „Hann er að reyna að grípa boltann en leikurinn er búinn ef hann bara fer og kýlir þennan bolta. Hann var kominn með höndina það hátt, en hann var aldrei að fara að ná að grípa hann.“ „Hann var aðeins of linur fyrir minn smekk í þessu atviki og það kostaði þá tapið,“ sagði Reynir. Umræðuna og markið má sjá í klippunni hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Valur 2-1 | Dramatík í uppbótartíma og allt opið á toppnum FH skoraði sigurmark á síðustu mínútu uppbótartímans í Kaplakrika og galopnaði toppbaráttuna í Pepsi deild karla 23. september 2018 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Valur 2-1 | Dramatík í uppbótartíma og allt opið á toppnum FH skoraði sigurmark á síðustu mínútu uppbótartímans í Kaplakrika og galopnaði toppbaráttuna í Pepsi deild karla 23. september 2018 16:45