Ian Jeffs mun ekki stýra ÍBV áfram í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í gærkvöldi.
Jeffs hefur verið þjálfari kvennaliðs ÍBV síðustu fjögur ár en þar áður spilaði hann með karlaliði félagsins við góðan orðstír.
Í fyrra varð liðið bikarmeistari undir stjórn Jeffs en í ár endaði liðið í fimmta sæti deildarinnar. Ekki er víst hver tekur við kvennaliðinu.
Það gæti verið að bæði kvenna- og karlalið Eyjamanna verði með nýja þjálfara á næstu leiktíð en ekki er ljóst hvort Kristján Guðmundsson haldi áfram með karlalið félagsins.
