Tiger Woods er með þriggja högga forystu er einn hringur er eftir af Tour Championship í Atalanta en mótið er síðasta mótið á PGA-mótaröðinni þetta tímabilið.
Tiger var einnig í forystu eftir fyrstu tvo hringina en hann byrjaði stórkostlega í dag. Hann fékk sex fugla á fyrstu sjö holunum og þetta leit mjög vel út hjá kappanum.
Skolli á níundu og sextándu drógu aðeins úr þessu hjá Tiger sem er þó með myndarlega forystu er síðasti hringurinn verður leikinn á morgun.
Tiger spilaði hringinn í dag á 65 höggum, sjö fuglar og tveir skollar, en hann er samtals á tólf undir pari. Næstur koma Rory McIlroy og Justin Rose á níu undir.
Það verður því rafmagnað andrúmsloft í Atlanta annað kvöld en útsendingin frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 16.00 á morgun, sunnudag.
Sjö fuglar og Tiger leiðir fyrir lokahringinn með þremur höggum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn


Ómar Björn: Misreiknaði boltann
Fótbolti

Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn

Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki
Íslenski boltinn


Eir og Ísold mæta á EM
Sport
