Sandra María Jessen var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna 2018 en þetta var tilkynnt eftir lokaumferðina í deildinni sem fór fram í dag.
Leikmennirnir velja sjálfir þann besta en Sandra María er fyrirliði Þórs/KA sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar þetta árið.
Hún skoraði fjórtán mörk í átján leikjum og hefur leikið lykilhlutverk í liðinu undanfarin ár þrátt fyrir að vera einungis 23 ára gömul.
Efnilegasti leikmaðurinn var kosin Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki en Breiðablik varð Íslands- og bikarmeistari.
Alexandra lék alla leiki Blika í sumar og hún skoraði í þeim fimm mörk en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún tryggt sér sæti í landsliði Íslands.
Besti dómarinn var svo valin Bríet Bragadóttir. Þetta er annað árið í röð sem Bríet er kosin dómari ársins af leikmönnum.
Sandra best, Alexandra efnilegust og Bríet besti dómarinn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn