Örn á lokaholunni tryggði Tiger toppsætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. september 2018 22:30 Woods fagnar erninum vísir/getty Tiger Woods og Rickie Fowler leiða keppni á Tour Championship, úrslitamótinu á PGA mótaröðinni í golfi, eftir fyrsta keppnisdag. Woods var á þremur höggum undir pari fyrir loka holuna eftir einn skolla og fjóra fugla. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og fékk örn á 18. holunni og tryggði sig í forystuna á fimm höggum undir pari, sama skori og Rickie Fowler lauk leik á. Gary Woodland og Englendingurinn Justin Rose eru í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. EAGLE!!!@TigerWoods buries it at the last to tie the lead. #LiveUnderParpic.twitter.com/BJa9pIcXif — PGA TOUR (@PGATOUR) September 20, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy er á þremur höggum undir pari eins og Justin Thomas og Tony Finau. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan fyrsta hring. Woods fer upp í annað sæti listans miðað við stöðuna eftir lokahringinn og Rickie Fowler fer í það þriðja. Efsti maður stigalistans í lok þessa móts vinnur FedEx úrslitakeppnina. Bryson DeChambeau var efstur á listanum fyrir þetta lokamót en hann náði sér ekki á strik í dag. Hann endaði á einu höggi yfir pari og fellur niður í fjórða sæti listans. Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00 á morgun. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods og Rickie Fowler leiða keppni á Tour Championship, úrslitamótinu á PGA mótaröðinni í golfi, eftir fyrsta keppnisdag. Woods var á þremur höggum undir pari fyrir loka holuna eftir einn skolla og fjóra fugla. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og fékk örn á 18. holunni og tryggði sig í forystuna á fimm höggum undir pari, sama skori og Rickie Fowler lauk leik á. Gary Woodland og Englendingurinn Justin Rose eru í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. EAGLE!!!@TigerWoods buries it at the last to tie the lead. #LiveUnderParpic.twitter.com/BJa9pIcXif — PGA TOUR (@PGATOUR) September 20, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy er á þremur höggum undir pari eins og Justin Thomas og Tony Finau. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan fyrsta hring. Woods fer upp í annað sæti listans miðað við stöðuna eftir lokahringinn og Rickie Fowler fer í það þriðja. Efsti maður stigalistans í lok þessa móts vinnur FedEx úrslitakeppnina. Bryson DeChambeau var efstur á listanum fyrir þetta lokamót en hann náði sér ekki á strik í dag. Hann endaði á einu höggi yfir pari og fellur niður í fjórða sæti listans. Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00 á morgun.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira