Línuvörðurinn sagði Lennon hafa slegið í áttina að sér og kallað sig „a fucking joke“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 14:34 FH-ingar eru ósáttir við rauða spjaldið. mynd/skjáskot Steven Lennon, framherji FH, verður ekki með liðinu á sunnudaginn þegar að liðið mætir Val í stórleik í Pepsi-deild karla en hann fékk rautt spjald í síðasta leik á móti Víkingi. FH-ingar voru verulega ósáttir með rauða spjaldið sem Lennon fékk en Birkir Sigurðarson, aðstoðardómari eitt í leiknum, sagði Einari Inga Jóhannssyni að gefa Skotanum rautt. Enginn vissi af hverju en nú er hægt að sjá það. Hafnafjarðarliðið var með eigið tökulið á hliðarlínunni sem að náði öllum látunum en FH er búið að birta æsinginn á Facebook-síðu sinni og texta hluta af látunum. „Þú hlýtur að vera að djóka maður. Hann skutlar sér niður,“ segir reiður aðstoðarþjálfari FH, Ásmundur Guðni Haraldsson en dæmd var aukaspyrna á Lennon fyrir að brjóta á Jörgen Richardsen, bakverði Víkings.Einhver heyrist segja að Víkingurinn sé algjör aumingi. Lennon lætur svo eitthvað út úr sér sem heyrist illa og er ekki textað en segir svo: „Þetta er ekki einu sinni gult spjald. Lærðu fokking leikinn, maður. Ég kom varla við hann.“ Þá heyrist í Birki kalla á Einar dómara nokkrum sinnum. „Einar, Einar, Einar Ingi. Brottvísun á Lennon núna,“ segir aðstoðardómarinn. Atli Viðar Björnsson stendur ofan í atvikinu og trúir ekki eigin augum. „Hann slær í áttina að mér og segir you're a fucking joke tvisvar,“ segir Birkir við Einar Inga sem byrjar á því að gefa Atla Viðari rautt en rekur svo Skotann út af. FH-ingar héldu svo áfram að láta Birki heyra það en dómnum var ekki breytt og verður Lennon því í banni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Steven Lennon, framherji FH, verður ekki með liðinu á sunnudaginn þegar að liðið mætir Val í stórleik í Pepsi-deild karla en hann fékk rautt spjald í síðasta leik á móti Víkingi. FH-ingar voru verulega ósáttir með rauða spjaldið sem Lennon fékk en Birkir Sigurðarson, aðstoðardómari eitt í leiknum, sagði Einari Inga Jóhannssyni að gefa Skotanum rautt. Enginn vissi af hverju en nú er hægt að sjá það. Hafnafjarðarliðið var með eigið tökulið á hliðarlínunni sem að náði öllum látunum en FH er búið að birta æsinginn á Facebook-síðu sinni og texta hluta af látunum. „Þú hlýtur að vera að djóka maður. Hann skutlar sér niður,“ segir reiður aðstoðarþjálfari FH, Ásmundur Guðni Haraldsson en dæmd var aukaspyrna á Lennon fyrir að brjóta á Jörgen Richardsen, bakverði Víkings.Einhver heyrist segja að Víkingurinn sé algjör aumingi. Lennon lætur svo eitthvað út úr sér sem heyrist illa og er ekki textað en segir svo: „Þetta er ekki einu sinni gult spjald. Lærðu fokking leikinn, maður. Ég kom varla við hann.“ Þá heyrist í Birki kalla á Einar dómara nokkrum sinnum. „Einar, Einar, Einar Ingi. Brottvísun á Lennon núna,“ segir aðstoðardómarinn. Atli Viðar Björnsson stendur ofan í atvikinu og trúir ekki eigin augum. „Hann slær í áttina að mér og segir you're a fucking joke tvisvar,“ segir Birkir við Einar Inga sem byrjar á því að gefa Atla Viðari rautt en rekur svo Skotann út af. FH-ingar héldu svo áfram að láta Birki heyra það en dómnum var ekki breytt og verður Lennon því í banni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira