Mælir með því að spila á Íslandi en ætlar að segja þetta gott af Íslandsævintýrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 13:30 Jeppe Hansen. vísir/ernir Jeppe Hansen er á sínu síðasta tímabili á Íslandi ef marka má viðtal við hann á dönsku fótboltasíðunni bold.dk. Þar er því réttilega slegið upp að Jeppe Hansen hafi bæði fallið úr Pepsideildinni og komist upp í hana aftur á þessu tímabili. Jeppe Hansen hóf tímabilið með Keflavíkurliðinu sem er fyrir löngu fallið úr deildinni en fór yfir til ÍA á miðju tímabili og hjálpaði Skagamönnum að vinna sér sæti í Pepsideildinni á nýjan leik. Jeppe Hansen skoraði 15 mörk í 21 leik með Keflavík í Inkasso deildinni í fyrra og liðið komst upp. Hann náði hins vegar ekki að skora í 10 leikjum með Keflavík í Pepsideildinni í sumar. „Það var erfitt að vera í Keflavík því við bara töpuðum, töpuðum og töpuðum. Það var líka eitthvað vesen utan vallar. Félagið vildi spara sér pening og ÍA fékk mig á láni. Ég stökk á möguleikann á að komast eitthvert annað,“ sagði Jeppe Hansen við bold.dk. „Ég sé líka ekki eftir því. Ég átti nokkra góða mánuði hér. Við vorum bara ekki nálægt því að skora mark hjá Keflavík. Við sköpuðum ekki færi og ég var ekki nálægt því að skora,“ sagði Hansen. „Ég var í hreinskilni bara orðinn leiður á fótbolta í sumar en ég fékk gleðina aðeins til baka eftir tímann hjá ÍA. Ég er líka ánægður að hafa náð að enda tímabilið svona,“ sagði Hansen. Hansen hefur skorað 6 mörk í 9 leikjum með ÍA í Inkasso deildinni og félagið hefur tryggt sér sæti í Pepsideildinni 2019. Hansen ætlar hinsvegar ekki að taka slaginn með Skagamönnum næsta sumar ef marka má þetta viðtal. Hansen segist vera á leiðinni heim til Danmerkur eftir fimm ár á Íslandi. „Það hafa bæði verið góðir og slæmir tímar. Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ég hafi slegið í gegn hér. Ég hef samt verið ánægður og mæli með því fyrir aðra fótboltamenn að fara til Íslands,“ sagði Hansen. „Það er gaman að búa erlendis og fá tækifæri til að lifa af áhugamálinu. Ég er bara kominn á stað að ég upplifað nóg af Íslandi og nú vil ég bara fara heim til Danmerkur,“ sagði Hansen en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Jeppe Hansen er á sínu síðasta tímabili á Íslandi ef marka má viðtal við hann á dönsku fótboltasíðunni bold.dk. Þar er því réttilega slegið upp að Jeppe Hansen hafi bæði fallið úr Pepsideildinni og komist upp í hana aftur á þessu tímabili. Jeppe Hansen hóf tímabilið með Keflavíkurliðinu sem er fyrir löngu fallið úr deildinni en fór yfir til ÍA á miðju tímabili og hjálpaði Skagamönnum að vinna sér sæti í Pepsideildinni á nýjan leik. Jeppe Hansen skoraði 15 mörk í 21 leik með Keflavík í Inkasso deildinni í fyrra og liðið komst upp. Hann náði hins vegar ekki að skora í 10 leikjum með Keflavík í Pepsideildinni í sumar. „Það var erfitt að vera í Keflavík því við bara töpuðum, töpuðum og töpuðum. Það var líka eitthvað vesen utan vallar. Félagið vildi spara sér pening og ÍA fékk mig á láni. Ég stökk á möguleikann á að komast eitthvert annað,“ sagði Jeppe Hansen við bold.dk. „Ég sé líka ekki eftir því. Ég átti nokkra góða mánuði hér. Við vorum bara ekki nálægt því að skora mark hjá Keflavík. Við sköpuðum ekki færi og ég var ekki nálægt því að skora,“ sagði Hansen. „Ég var í hreinskilni bara orðinn leiður á fótbolta í sumar en ég fékk gleðina aðeins til baka eftir tímann hjá ÍA. Ég er líka ánægður að hafa náð að enda tímabilið svona,“ sagði Hansen. Hansen hefur skorað 6 mörk í 9 leikjum með ÍA í Inkasso deildinni og félagið hefur tryggt sér sæti í Pepsideildinni 2019. Hansen ætlar hinsvegar ekki að taka slaginn með Skagamönnum næsta sumar ef marka má þetta viðtal. Hansen segist vera á leiðinni heim til Danmerkur eftir fimm ár á Íslandi. „Það hafa bæði verið góðir og slæmir tímar. Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ég hafi slegið í gegn hér. Ég hef samt verið ánægður og mæli með því fyrir aðra fótboltamenn að fara til Íslands,“ sagði Hansen. „Það er gaman að búa erlendis og fá tækifæri til að lifa af áhugamálinu. Ég er bara kominn á stað að ég upplifað nóg af Íslandi og nú vil ég bara fara heim til Danmerkur,“ sagði Hansen en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira