Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. október 2018 11:30 Guðrún Ósk ætlar ekki að taka neina áhættu með heilsuna vísir/ernir Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira