Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 15:23 Lyf og heilsa var talin hafa brotið lög með viðbrögðum sínum við innkomu Apóteks Vesturlands á markaðinn á Akranesi. Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi lyfjaverslunina Lyf og heilsu til þess að greiða Apóteki Vesturlands fjóra og hálfa milljón króna í bætur vegna tjóns af völdum samkeppnisbrota fyrrnefnda fyrirtækisins. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu dæma Lyfjum og heilsu í vil. Rót skaðabótamálsins má rekja til þess að áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði árið 2010 að Lyf og heilsa hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu sína til að hindra innkomu Apóteks Vesturlands á lyfsölumarkað á Akranesi. Það hafi fyrirtækið gert með útgáfu vildarkorta og með svonefndum baráttuafsláttum. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn árið 2012. Í kjölfarið krafði Apótek Vesturlands Lyf og heilsu um rúmar átján milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna samkeppnisbrotanna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Lyf og heilsu af kröfunni í janúar í fyrra. Sá dómur byggði á yfirmatsgerð sem gerð var í málinu sem komst að þeirri ályktun að Apótek Vesturlands hefði ekki orðið fyrir neinu tapi vegna brotanna. Undirmatsgerðin hafði gert ráð fyrir tilteknu tjóni. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að gerólíkar forsendur hefðu legið til grundvallar niðurstöðum undir- og yfirmatsgerðar. Taldi dómurinn að ekki væri hægt að byggja á niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar um áhrif afsláttanna sem Lyf og heilsa veitti. Féllst rétturinn hins vegar á niðurstöðu Héraðsdóms um að vildarklúbburinn hefði ekki haft áhrif á Apótek Vesturlands. Auk bótanna þarf Lyf og heilsa að greiða Apóteki Vesturlands átta milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þorgeir Örlygsson og Viðar Már Matthíasson skiluðu sératkvæði í málinu. Töldu þeir að Apótek Vesturlands hefði ekki sýnt fram á fjártjón vegna brota Lyfja og heilsu. Vildu þeir staðfesta sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæma Apótek Vesturlands til að greiða málskostnað. Akranes Lyf Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi lyfjaverslunina Lyf og heilsu til þess að greiða Apóteki Vesturlands fjóra og hálfa milljón króna í bætur vegna tjóns af völdum samkeppnisbrota fyrrnefnda fyrirtækisins. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu dæma Lyfjum og heilsu í vil. Rót skaðabótamálsins má rekja til þess að áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði árið 2010 að Lyf og heilsa hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu sína til að hindra innkomu Apóteks Vesturlands á lyfsölumarkað á Akranesi. Það hafi fyrirtækið gert með útgáfu vildarkorta og með svonefndum baráttuafsláttum. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn árið 2012. Í kjölfarið krafði Apótek Vesturlands Lyf og heilsu um rúmar átján milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna samkeppnisbrotanna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Lyf og heilsu af kröfunni í janúar í fyrra. Sá dómur byggði á yfirmatsgerð sem gerð var í málinu sem komst að þeirri ályktun að Apótek Vesturlands hefði ekki orðið fyrir neinu tapi vegna brotanna. Undirmatsgerðin hafði gert ráð fyrir tilteknu tjóni. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að gerólíkar forsendur hefðu legið til grundvallar niðurstöðum undir- og yfirmatsgerðar. Taldi dómurinn að ekki væri hægt að byggja á niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar um áhrif afsláttanna sem Lyf og heilsa veitti. Féllst rétturinn hins vegar á niðurstöðu Héraðsdóms um að vildarklúbburinn hefði ekki haft áhrif á Apótek Vesturlands. Auk bótanna þarf Lyf og heilsa að greiða Apóteki Vesturlands átta milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þorgeir Örlygsson og Viðar Már Matthíasson skiluðu sératkvæði í málinu. Töldu þeir að Apótek Vesturlands hefði ekki sýnt fram á fjártjón vegna brota Lyfja og heilsu. Vildu þeir staðfesta sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæma Apótek Vesturlands til að greiða málskostnað.
Akranes Lyf Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira