Leik Hauka og ÍBV í Olísdeild kvenna sem átti að fara fram klukkan 16:00 í dag hefur verið frestað.
Nýr leiktími er staðfestur á morgun, mánudaginn 15. október, klukkan 18:00.
Ekki var fært í Landeyjahöfn í morgun og vegna óvissu um hvort fært yrði seinni partinn var tekin sú ákvörðun að fresta leiknum til morguns.
Leikurinn er sá fyrsti í fimmtu umferð deildarinnar. Hinir þrír verða leiknir á þriðjudag.
Uppfært klukkan 14:40: Fréttinni hefur verið breytt eftir að nýr leiktími var staðfestur.
