Valur og ÍBV gerðu jafntefli í leik liðanna í Olís deild kvenna í kvöld. Leikið var í Vestmannaeyjum.
Lítið var skorað í leiknum og endaði hann með 18-18 jafntefli. Gestirnir í Val höfðu verið 9-10 yfir í hálfleik.
Í seinni hálfleik fór staðan úr því að vera 10-14 fyrir Val í 18-14 fyrir ÍBV. Þannig var staðan á 52. mínútu. ÍBV skoraði hins vegar ekki fleiri mörk og Valskonur náðu að jafna.
Greta Kavaliauskaite var markahæst í liði ÍBV með sex mörk, Arna Sif Pálsdóttir gerði fjögur. Í Valsliðinu var Lovísa Thompson atkvæðamest með sjö mörk. Sandra Erlingsdóttir, uppalin Eyjakona sem kom til Vals frá ÍBV í sumar, skoraði fjögur.
Valur og ÍBV eru nú bæði með fimm stig eftir fjóra leiki. Fram er efst í deildinni með fullt hús stiga.
ÍBV og Valur skildu jöfn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti
Fleiri fréttir
