Sandra Stephany Mayor Gutierrez og Bianca Sierra, landsliðskonur Mexíkó, hafa framlengt samning sína við Þór/KA.
Þór/KA tilkynnti þetta í dag en samningur þeirra rann út eftir nýyfirstaðið tímabil en einnig var tilkynnt að Halldór Jón Þórðarson, Donni, verði áfram með liðið.
Sandra Mayor, Borgarstjórinn, er framherji sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár og var hún kosin besti leikmaður deildarinnar í fyrra.
Bianca er varnarmaður sem hefur verið afar öflug í miðri vörn Akureyrar-liðsins undanfarin ár en á vefsíðu Þór/KA er lýst yfir mikilli ánægju með þessar undirskriftir.
„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu magnað það er að þessu snjöllu knattspyrnukonur ætli að vera áfram í herbúðum Þórs/KA. Báðar eru þær miklir leiðtogar og fyrirmyndir góðar og ungum iðkendum mikil hvatning.“
Borgarstjórinn, Bianca og Donni framlengja við Þór/KA
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn

Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti


