Engin vandamál í Ankara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2018 07:30 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira