Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2018 12:15 Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson (til vinstri) sögðu sig úr stjórn VÍS í gær vegna trúnaðarbrests. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafði áhuga á því að verða stjórnarformaður í félaginu að nýju en rannsókn á máli hennar hjá embætti héraðssaksóknara, vegna viðskipta með hlutabréf í Skeljungi hf., er ekki lokið. Vísir/Samsett mynd Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn félagsins í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests og ágreinings um verkaskiptingu innan stjórnar. Tilkynning um úrsögn þeirra barst í kjölfar stjórnarfundar í VÍS í gær en þar var lögð fram tillaga að breyttri verkaskiptingu innan stjórnar sem fól sér að Helga Hlín yrði að nýju varaformaður í stjórn en í hennar stað yrði Valdimar Svavarsson kjörinn formaður. Það var Morgunblaðið sem greindi fyrst frá þessu. Helga Hlín tók við formennsku í stjórn VÍS síðasta sumar þegar Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir sagði sig frá stjórnarformennsku. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti ágreiningur innan stjórnar VÍS rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Ljóst var að slík tillaga myndi ekki njóta stuðnings meirihluta stjórnar.Til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Ákvörðun um að taka aftur við stjórnarformennsku í félaginu á meðan rannsókn er ólokið hefði því gengið í berhögg við þessa yfirlýsingu. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að enginn ágreiningur hafi verið innan stjórnar um stefnu félagsins.Vísir/VÍSVildu stilla upp réttu liðiHvers vegna þurfti að gera breytinar? Hvers vegna vilduð þið að Helga Hlín yrði ekki lengur stjórnarformaður? „Helga Hlín hafði fullan stuðning til að gegna embætti varaformanns og hún var kosin sem slíkur. Stjórn þótti rétt að stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best. Það var skoðun manna og einlæg ósk að Helga Hlín myndi áfram gegn embætti varaformanns en ég kæmi inn sem formaður í staðinn,“ segir Valdimar. En hvers vegna þurfti að gera breytingar? „Það er nú þannig í starfsreglum að stjórn þarf að vera skipuð bæði formanni og varaformanni. Undir þessum kringumstæðum var í raun enginn kosinn formaður af því Svanhildur ætlaði ekki að stíga inn aftur sem formaður og þá þurfti að fara í þessar breytingar.“Er samt ekki rétt að það var ekki stuðningur innan stjórnarinnar við það að Svanhildur Nanna yrði stjórnarformaður að nýju því rannsókn á máli hennar hjá embætti héraðssaksóknara er ekki lokið? „Það er fullur stuðningur við Svanhildi til setu í stjórn. Það var engin afstaða tekin til þess hvort hún ætti að koma inn sem stjórnarformaður eða ekki. Það var hennar ákvörðun að hún vildi ekki gera það með hagsmuni félagsins og síns sjálfs að leiðarljósi.“Var einhver ágreiningur á milli ykkar og Helgu Hlínar um stefnuna sem gerði það að verkum að það þurfti að breyta verkaskiptingu innan stjórnar? „Nei, það var enginn ágreiningur um þessi meginmál sem við höfum verið að vinna að síðustu ár og hefur skilað sér, til dæmis, í mjög góðu uppgjöri félagsins í fyrradag. Það er góður gangur í félaginu. Félagið er að ganga í gegnum miklar breytingar og það hefur verið full samstaða og einhugur um þær. Þetta snýst bara um skiptingu verka og ekkert annað. Það er ekkert persónulegt í því. Þetta snýst bara, eins og ég sagði áðan, um það þegar stillt er upp liði þá stillir fólk upp því liði sem það telur vænlegast til árangurs,“ segir Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði enginn ágreiningur komið upp innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins eða ákvarðanir. Þá ríkti samstaða og einhugur innan stjórnar um stjórnendur félagsins. Virðist ákvörðun um verkaskiptingu aðallega snúast um völd. Meirihluti stjórnar vildi ekki að óháður stjórnarmaður eins og Helga Hlín gegndi embætti stjórnarformennsku í félaginu. Tengdar fréttir Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn félagsins í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests og ágreinings um verkaskiptingu innan stjórnar. Tilkynning um úrsögn þeirra barst í kjölfar stjórnarfundar í VÍS í gær en þar var lögð fram tillaga að breyttri verkaskiptingu innan stjórnar sem fól sér að Helga Hlín yrði að nýju varaformaður í stjórn en í hennar stað yrði Valdimar Svavarsson kjörinn formaður. Það var Morgunblaðið sem greindi fyrst frá þessu. Helga Hlín tók við formennsku í stjórn VÍS síðasta sumar þegar Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir sagði sig frá stjórnarformennsku. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti ágreiningur innan stjórnar VÍS rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Ljóst var að slík tillaga myndi ekki njóta stuðnings meirihluta stjórnar.Til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Ákvörðun um að taka aftur við stjórnarformennsku í félaginu á meðan rannsókn er ólokið hefði því gengið í berhögg við þessa yfirlýsingu. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að enginn ágreiningur hafi verið innan stjórnar um stefnu félagsins.Vísir/VÍSVildu stilla upp réttu liðiHvers vegna þurfti að gera breytinar? Hvers vegna vilduð þið að Helga Hlín yrði ekki lengur stjórnarformaður? „Helga Hlín hafði fullan stuðning til að gegna embætti varaformanns og hún var kosin sem slíkur. Stjórn þótti rétt að stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best. Það var skoðun manna og einlæg ósk að Helga Hlín myndi áfram gegn embætti varaformanns en ég kæmi inn sem formaður í staðinn,“ segir Valdimar. En hvers vegna þurfti að gera breytingar? „Það er nú þannig í starfsreglum að stjórn þarf að vera skipuð bæði formanni og varaformanni. Undir þessum kringumstæðum var í raun enginn kosinn formaður af því Svanhildur ætlaði ekki að stíga inn aftur sem formaður og þá þurfti að fara í þessar breytingar.“Er samt ekki rétt að það var ekki stuðningur innan stjórnarinnar við það að Svanhildur Nanna yrði stjórnarformaður að nýju því rannsókn á máli hennar hjá embætti héraðssaksóknara er ekki lokið? „Það er fullur stuðningur við Svanhildi til setu í stjórn. Það var engin afstaða tekin til þess hvort hún ætti að koma inn sem stjórnarformaður eða ekki. Það var hennar ákvörðun að hún vildi ekki gera það með hagsmuni félagsins og síns sjálfs að leiðarljósi.“Var einhver ágreiningur á milli ykkar og Helgu Hlínar um stefnuna sem gerði það að verkum að það þurfti að breyta verkaskiptingu innan stjórnar? „Nei, það var enginn ágreiningur um þessi meginmál sem við höfum verið að vinna að síðustu ár og hefur skilað sér, til dæmis, í mjög góðu uppgjöri félagsins í fyrradag. Það er góður gangur í félaginu. Félagið er að ganga í gegnum miklar breytingar og það hefur verið full samstaða og einhugur um þær. Þetta snýst bara um skiptingu verka og ekkert annað. Það er ekkert persónulegt í því. Þetta snýst bara, eins og ég sagði áðan, um það þegar stillt er upp liði þá stillir fólk upp því liði sem það telur vænlegast til árangurs,“ segir Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði enginn ágreiningur komið upp innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins eða ákvarðanir. Þá ríkti samstaða og einhugur innan stjórnar um stjórnendur félagsins. Virðist ákvörðun um verkaskiptingu aðallega snúast um völd. Meirihluti stjórnar vildi ekki að óháður stjórnarmaður eins og Helga Hlín gegndi embætti stjórnarformennsku í félaginu.
Tengdar fréttir Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30
Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43