Finnum vonandi sameiginlegan hljóm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2018 09:00 Móðurmál nefnist þetta listaverk eftir Lap-See Lam & Wingsee. Það er að hluta vídeóverk. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Gullskip, Dulbreiða, Af Vopnum og Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða.Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. Fréttablaðið/ErnirHinn sænski en íslenskumælandi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær manneskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Feneyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og samruna. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kínverja í Svíþjóð, er með stórt vídeóverk sem snýst um breytingar í samfélaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitingamaður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verkinu eru meðal annars þrjár tímalínur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvustýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Ögrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikklands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóðfærið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna samfélag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“Andvari, verk eftir Pinar Ögrenci. Þar er hljóðfæri á reki. Fréttablaðið/Eyþór Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gullskip, Dulbreiða, Af Vopnum og Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða.Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. Fréttablaðið/ErnirHinn sænski en íslenskumælandi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær manneskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Feneyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og samruna. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kínverja í Svíþjóð, er með stórt vídeóverk sem snýst um breytingar í samfélaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitingamaður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verkinu eru meðal annars þrjár tímalínur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvustýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Ögrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikklands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóðfærið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna samfélag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“Andvari, verk eftir Pinar Ögrenci. Þar er hljóðfæri á reki. Fréttablaðið/Eyþór
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira